Íslensk ábyrgð

Bílaleit og Spotprís Tilboð

Viðskiptavinir islandus geta fengið útgefna Íslenska ábyrgð í allt að 4 ár á alla bíla hjá Tryggingamiðstöðinni.

Bílaábyrgð TM

NissanLeafService

Bílaábyrgð TM er vátrygging sem bætir viðgerðarkostnað sem rekja má til galla á framleiðslu og við samsetningu bifreiða. Hægt er að tryggja bæði nýja og notaða bíla.

Bílaábyrgð á sérstaklega við þegar ábyrgð framleiðenda bílsins gildir ekki eða er takmörkunum háð á Íslandi.  Staða ábyrgðar getur verið mismunandi eftir framleiðendum og frá hvaða landi bifreiðin er keypt. T.d. gildir Nissan ábyrgð á Íslandi á alla bíla sem fluttir eru inn frá Evrópu, en ekki ef bifreiðin er flutt inn frá USA. Ford hinsvegar tekur yfirleitt ábyrgð á öllum sínum bifreiðum hvort sem er á Íslandi eða annarsstaðar. Sama gildir um marga aðra framleiðendur eins og t.d. Audi, BMW, Bens og Volvo.  Áður en gengið er frá kaupum á bifreið er hægt að óska upplýsingar hvort ábyrgð fylgi bílnum at utan.

Gildistími TM ábyrgðar

Tryggingin getur gilt í allt að 4 ár frá fyrsta skráningardegi bifreiðar eða þangað til hún hefur verið keyrð 120.000 km. Þá heldur vátryggingin gildi sínu út vátryggingartímabilið þrátt fyrir að bifreið sé seld öðrum aðila. Bifreið má þó ekki vera eldri en tveggja ára þegar vátrygging er tekin.

Hvernig þú færð ábyrgð

Þú einfaldlega tryggir bílinn hjá Tryggingamiðstöðinni og ábyrgðin er þá fáanleg sem viðbótartrygging á bílinn.
Skilmálar bílaábyrgðar
Nánari upplýsingar um bílaábyrgð veita þjónustufulltrúar TM.

552 2000

Þjónustufulltrúar tilbúnir til aðstoðar.

Spotprís Bílaleit

Ný Tilboð Dagsins

Fáðu aðgang að tilboðum dagsins

Finndu Bílinn

Stærsta leitarvél landins fyrir rafmagns- og hybrid bíla.

Bílaleit hjá þúsundum söluaðila í Evrópu og bandaríkjunum. Þú færð niðurstöðuna strax!

Traust bílaviðskipti

Síðustu 20 ár höfum við afgreitt þúsundir bíla á lægra verði til ánægðra viðskiptavina á Íslandi og í Evrópu. Oft hafa sparast milljónir króna.

100% fjármögnun

Allt að 100% fjármögnun.  Rafbílar fást með engri útborgun. Láttu bensínsparnaðinn borga niður bílalánið og bíllinn kostar þig ekkert.