Virkja Spotprís Pöntun

Bílaleit og Spotprís Tilboð

Virkja Spotprís Pöntun

Þegar þú hefur sent inn beiðni um bílaleit getur þú gangsett potprís ferlið hér. Þjónustugjald má greiða með greiðslukorti, netgíró eða bankamillifærslu:

    • Staðfestir hér að neðan að þú sért tilbúin til að panta bílinn ef við getum fundið þinn draumabíl á þeim kjörum sem þú skilgreinir í bílaleitinni. Þú getur bætt nánari upplýsingum við bílaleitina hér að neðan.
    • Ekkert er skuldað á greiðslukort eða netgíró nema Spotprís-Bílaleitin beri tilætlaðan árangur og bíllinn finnist.
    • Finnist þinn draumabíll sendum við upplýsingar um þann bíl eða bíla sem við teljum bestu kaupin á markaðnum.
    • Ef þú ert sammála valinu á bílnum sendum við þér kaupsamning og látum við gera ástandsskoðun ef um notaðan bíl er að ræða. Ástandsskoðun er gerð af viðurkenndu bílaumboði eða faglærðum skoðunarmanni.
    • Þegar þú hefur síðan greitt inná bílinn göngum við frá kaupunum erlendis og flytjum bílinn heim. Bíllinn er flutningstryggður alla leið og þú færð bílinn afhentan tilbúinn á götuna.

 

Þegar þú hefur virkjað Spotprís pöntun leitum við að þínum draumabíl hjá fleiri hundruð bílaumboðum og bílasölum til að fá besta mögulega tilboð.  Hvað er Spotprís tilboð?

Til að hefja það ferli þarf að velja hvaða aðferð verður notuð við greiðslu. Þú þarft ekki að greiða neitt strax og átt möguleika á að velja greiðsluaðferð þar sem aðeins mun koma til greiðslu ef við finnum bíl sem samsvarar þinni lýsingu og er innan við hámarksverðið sem þú hefur skilgreint. Ef árangur verður af leitinni munum við skuldfæra 25.000 króna þjónustugjald sem, ef um notaðan bíl er að ræða, gengur meðal annars upp í ástandsskoðun á bílnum og prufuakstur af til þess bærum aðilum. Þú getur óskað eftir að fá sent afrit af skoðunarskýrslu áður en við göngum frá kaupunum. Ef við finnum eitthvað athugavert við ökutækið munum við endurtaka ferlið þér að kostnaðarlausu.

Ekki tilbúin/n – Ekki með ákveðinn bíl eða verð í huga?

Islandus selur bíla frá öllum helstu framleiðendum yfirleitt á lægra verði en þú getur fengið annarsstaðar. Þetta er gert með SpotPrís tilboðskerfinu.  Hafir þú enn ekki ákveðið tegund eða módel bíls má skoða nánar hér: Upplýsingar Framleiðenda

Síðan ákveður þú hámarksverð sem á að nota í bílaleitinni og hefur bílaleitarferlið með Spotprís Beiðni til að fá lægra verð en annarsstaðar.

552 2000

Þjónustufulltrúar tilbúnir til aðstoðar.

Spotprís Bílaleit

Ný Tilboð Dagsins

Fáðu aðgang að tilboðum dagsins

Finndu Bílinn

Stærsta leitarvél landins fyrir rafmagns- og hybrid bíla.

Bílaleit hjá þúsundum söluaðila í Evrópu og bandaríkjunum. Þú færð niðurstöðuna strax!

Traust bílaviðskipti

Síðustu 20 ár höfum við afgreitt þúsundir bíla á lægra verði til ánægðra viðskiptavina á Íslandi og í Evrópu. Oft hafa sparast milljónir króna.

100% fjármögnun

Allt að 100% fjármögnun.  Rafbílar fást með engri útborgun. Láttu bensínsparnaðinn borga niður bílalánið og bíllinn kostar þig ekkert.