Rafbílar

Bílaleit og Spotprís Tilboð

90% lægri reksturkostnaður – Rafbíll er haghvæmur og vistvænn

Rafbílareiknir hér

Rafmagnsbílar eru nú fáanlegir á viðráðanlegu verði. Þeir henta vel á Íslandi því rafmagnsverð er hér lægra en víðast hvar erlendis og nú er í gildi tímabundin niðurfelling aðflutningsgjalda/VSK á rafbílum.

Rafbílar nýta orkuna mun betur en hefðbundnir bílar. Drifbúnaður rafbíla er frekar einfaldur, varmatap vegna bruna er ekkert og yfirleitt er hemlunarorka nýtt til að endurhlaða inn á rafhlöðurnar. Aðeins um 20% af eldsneyti bensínbíls nýtist til að hreyfa bílinn. Ef 50 lítrum er dælt á tapast 40 lítrar sem varmi í kælikerfi og hemlunarbúnaði. Dæmið snýst við í rafbíl. Sé 25 kWh hlaðið inná rafhlöðu rafbíls nýtast 20 kWh til að hreyfa bílinn og einungis 5kWh tapast.

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur. Rafmótorinn hefur aðeins fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni. Þetta skilar sér í lengri endingu. Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél sem þarfnast reglulegra olíu og síuskipta, kertaskipti, ventlaskipti, tímareimaskipti, pústviðgerðir auk viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og fleira sem fylgir flóknum sprengihreyfli. Þetta hverfur allt með rafbílnum.

Samkvæmt reiknivél hjá Orkusetrinu sparast um 90% í viðhaldi, bifreiðagjöldum og eldsneyti með rafbíl. Miðað við lágt rafmagnsverð á Íslandi og tímabundna niðurfellingu aðflutningsgjalda er rafbíll nú lang hagstæðasti kosturinn fyrir Íslenska bifreiðaeigendur.

Að fullhlaða rafhlöðu í rafbíl tekur yfirleitt 2-4 tíma. Margir hlaða bílinn styttra en oftar. Hraðhleðslupóstar sem verið er að setja upp á opinberum stöðum geta hlaðið bílinn á aðeins 10-30 mínútum í 50-95% hleðslu.  Sjá nánar hleðslulausnir:

Margverðlaunaðir

Óhætt er að segja að rafbílar séu að slá í gegn erlendis.  Ár eftir ár vinna rafbílar til verðlauna og nú eru flestir framleiðendur komnir með rafbíla eða á leiðinni með þá.

Hér má sjá ágætt yfirlit yfir rafbíla á bandaríkjamarkaði 

552 2000

Þjónustufulltrúar tilbúnir til aðstoðar.

Spotprís Bílaleit

Ný Tilboð Dagsins

Fáðu aðgang að tilboðum dagsins

Finndu Bílinn

Stærsta leitarvél landins fyrir rafmagns- og hybrid bíla.

Bílaleit hjá þúsundum söluaðila í Evrópu og bandaríkjunum. Þú færð niðurstöðuna strax!

Traust bílaviðskipti

Síðustu 20 ár höfum við afgreitt þúsundir bíla á lægra verði til ánægðra viðskiptavina á Íslandi og í Evrópu. Oft hafa sparast milljónir króna.

100% fjármögnun

Allt að 100% fjármögnun.  Rafbílar fást með engri útborgun. Láttu bensínsparnaðinn borga niður bílalánið og bíllinn kostar þig ekkert.