Go to Top
  • Engin vara í körfu.

Spotprís

100% fjármögnun: 

Við bjóðum allt að 100% fjármögnun á rafbílum!  Þegar þú hefur sent inn fyrirspurnina færðu sendan tölvupóst þar sem þú getur virkjað SpotPrís Tilboð og óskað eftir 100% fjármögnun.

Fyrstu skrefin til að ná bíl á góðu verði:

Oft getur Islandus boðið ótrúlega lágt verð á nýjum eða nýlegum bílum. Slíkur árangur næst með því að nota Spotprís-aðferðina okkar við kaup frá seljendum og framleiðendum erlendis sem í stuttu máli virkar sem hér segir:

  1. Velja bíltegund og búnað – hér má skoða vefi framleiðenda
  2. Senda inn beiðni um bílaleit – Sjá eyðublaðið hér til vinstri
  3. Virkja SpotPrís tilboðið – Þú færð sendan tölvupóst með leiðbeiningum
  4. Kaupsamningur er gerður eftir að þú hefur valið úr Spotprís tilboðum í samráði við þjónustufulltrúa

Mikilvægt að tilgreina hvaða lágmarksbúnaðar er óskað í viðkomandi ökutæki og það hámarksverð kaupandinn er tilbúinn að greiða fyrir heimkominn bíl á götuna. Þetta er sá rammi sem notast er við í leit að bíl sem svarar kröfum þínum.  Með Spotprís aðferðinni næst oft árangur umfram væntingar viðskiptavina með tilboðsbíl sem er betur búinn og á lægra verði en óskað var eftir í bílaleit.

Nánar um hámarksverð:  Sé óraunhæft hámarksverð gefið upp er ólíklegt að finna góða bíla og ekki hægt að fá Spotprís tilboð.  Við fáum mikið af óraunhæfum fyrirspurnum. Hámarksverð er það fyrsta sem við skoðum til að sjá hvort fólk hefur kannað markaðinn fyrir viðkomandi bíl og hvort kaupandi er með raunhæfar væntingar um verð. Uppgefið hámarksverð frá kaupanda hefur engin áhrif á það verð sem við bjóðum. Þú hefur ekki keypt neinn bíl fyrr en þú hefur séð og samþykkt Spotprís tilboð frá okkur.

Almennar upplýsingar

Bestu kaupin nást því ef viðskiptavinir er búnir að skilgreina ákveðinn ramma um bílakaupin. Þá er hægt að setja Spotprís tilboð í gang og þannig næst besta verðið. Í raun er það tímaeyðsla að fá verðtilboð í bíl sem ráðgert er að kaupa eftir margar vikur eða mánuði, því verðin hjá Islandus breytast nær daglega. Verð sem þú værð uppgefið í dag er orðið úrelt á morgun.

Til að fá almennar upplýsingar: