Hleðslustöðvar

Bílaleit og Spotprís Tilboð

Rafbílar hafa verið notaðir um langt árabil í atvinnulífinu t.d. eru lyftarar yfirleitt rafknúnir. Hleðslutækni hefur fleygt fram og nú er hægt að fá haghvæmar hleðslupúnkta sem hlaða rafbílinn á stuttum tíma jafnvel aðeins hálftíma miðað við fulla hleðslu.

Flestir rafbílaeigendur hlaða hinsvegar bílana minna í einu en oftar og nota þá gjarnan ódýrar heimastöðvar sem fullhlaða á 2-4 tímum. Þannig er t.d. fjórðungs hleðsla gerð á innan við klukkustund.

Nokkuð hefur borið á því að sölumenn einstakra bílaumboða hafa sagt fólki að engin þörf sé á að setja upp sérstaka heimahleðslustöð til að hlaða rafbíl að staðaldri, hægt sé að nota ferðatækið sem kemur með bílnum. Þetta er ekki í samræmi við leiðbeiningar frá helstu bílaframleiðendum. Nú hefur Mannvirkjastofnun gefið út skjal sem útskýrir þetta nánar: 

Hleðsla rafbíla hefur í för með sér töluverða straumnotkun sem
af getur stafað hætta sé ekki rétt að málum staðið. Mannvirkjastofnun mælir eindregið með að við heimahleðslu rafbíla sé notuð hleðsluaðferð 3, þar sem sérhæfður búnaður tryggir að rafbíllinn sé tengdur raflögninni á áreiðanlegan og öruggan hátt. Mannvirkjastofnun NM85672 MVS rafbilar NET

Þegar fluttir eru inn hleðslupúnktar frá bandaríkjunum þarf að gæta að því að tækið sé samhæfð við 50 rið (50hz) því staðallinn vestra eru 60 rið. Islandus útvegar rafbíla hleðslupúnkta til einkanota sem eru flytjanlegir eða festir í bílskúr eða á staur utanhúss. Einnig fjölpúnkta staura til að setja upp hjá fyrirtækjum eða öðrum opinberum stöðum svo og hraðhleðslustöðvar til almenningsnota.

Islandus.is flytur inn hleðslutæki og hleðslusnúrur fyrir allar gerðir rafbíla
Netverslun – Hleðslupóstar

 

552 2000

Þjónustufulltrúar tilbúnir til aðstoðar.

Spotprís Bílaleit

Ný Tilboð Dagsins

Fáðu aðgang að tilboðum dagsins

Finndu Bílinn

Stærsta leitarvél landins fyrir rafmagns- og hybrid bíla.

Bílaleit hjá þúsundum söluaðila í Evrópu og bandaríkjunum. Þú færð niðurstöðuna strax!

Traust bílaviðskipti

Síðustu 20 ár höfum við afgreitt þúsundir bíla á lægra verði til ánægðra viðskiptavina á Íslandi og í Evrópu. Oft hafa sparast milljónir króna.

100% fjármögnun

Allt að 100% fjármögnun.  Rafbílar fást með engri útborgun. Láttu bensínsparnaðinn borga niður bílalánið og bíllinn kostar þig ekkert.