Hleðslustöðvar

Rafbílar hafa verið notaðir um langt árabil í atvinnulífinu t.d. eru lyftarar yfirleitt rafknúnir. Hleðslutækni hefur fleygt fram og nú er hægt að fá haghvæmar hleðslupúnkta sem hlaða rafbílinn á stuttum tíma jafnvel aðeins hálftíma miðað við fulla hleðslu.

Flestir rafbílaeigendur hlaða hinsvegar bílana minna í einu en oftar og nota þá gjarnan ódýrar heimastöðvar sem fullhlaða á 3-4 tímum. Þannig er t.d. fjórðungs hleðsla gerð á innan við klukkustund.

Þegar fluttir eru inn hleðslupúnktar frá bandaríkjunum þarf að gæta að því að tækið sé samhæfð við 50 rið (50hz) því staðallinn vestra eru 60 rið. Islandus útvegar rafbíla hleðslupúnkta til einkanota sem eru flytjanlegir eða festir í bílskúr eða á staur utanhúss. Einnig fjölpúnkta staura til að setja upp hjá fyrirtækjum eða öðrum opinberum stöðum svo og hraðhleðslustöðvar til almenningsnota.

Islandus.is flytur inn hleðslutæki og hleðslusnúrur fyrir allar gerðir rafbíla frá leiðandi framleiðendum í Evrópu, t.d. KEBA Austurríki og Ratio Hollandi. Hér má sjá upplýsingabæklinga:
KEBA: Hraðhleðslustöðvar
Ratio: Ratio kaplar og hleðslutæki
(Smella til að opna í vafra eða hægrismella til að hlaða niður PDF skjali)

Kíkið einnig í verslun okkar hér, þar er vaxandi úrval. 

Legrand Public Charger

Finndu draumabílinn

Bílaleit hjá þúsundum söluaðila í Evrópu og USA.

552 2000

Þjónustufulltrúar tilbúnir til aðstoðar.

Verslun: