Traust bílaviðskipti

Veldu traustan samstarfsaðila

Bílar eru stór fjárfesting og því mikilvægt að velja traustan samstarfsaðila til að sjá um kaup erlendis og innflutning á nýjum eða notuðum bílum. Islandus hefur flutt inn þúsundir bifreiða fyrir ánægða viðskiptavini síðastliðin 20 ár.

Skotið hafa upp eftirlíkingar af þjónustu Islandus. Flestir þessara aðila hafa ekki sama fjárhagslega styrk og Islandus Europe ehf sem fær bestu fáanlega einkunn hjá Lánstrausti. Félagið er dótturfélag Álftaborga ehf sem var stofnað fyrir 45 árum (1976). Félögin eru skuldlaus og reksturinn er fjármagnaður með eigin fé.

Ekki er allt gull sem glóir

Undanfarið hafa tveir aðrir aðilar keppst við að auglýsa eftirlíkingar af þjónustu Islandus á samfélagsmiðlum. En hvernig er þeirra fjárhagsstaða í samanburði við Islandus? Hér má sjá niðurstöður frá CreditInfo Lánstraust:

Fyrirtæki:Lánshæfisflokkur:Líkur á ógjaldfærni:
Islandus Europe ehf  1 Framúrskarandi áhættulítið
Smart bílar ehf  10 Alvarleg vanskil mjög líkleg
Bensínlaus ehf  9 Mjög áhættumikið

Mars 2021. Hér er hægt að kaupa fjárhagsupplýsingar: www.creditinfo.is

Betri bílakaup ehf gjaldþrota. Haldið áfram á nýrri kennitölu. 

Þegar þetta er ritað 23 mars 2021 hafa Smart bílar ehf ekki skilað inn ársreikningi fyrir árin 2019 og 2020. Ársreikningur þeirra fyrir árið 2018 sýnir neikvætt eigið fé uppá -15,4 milljónir. Við bætist 600þús stjórnvaldssekt fyrir að skila ekki inn ársreikningi og um 2 milljónir vegna dóms á fyrirtækið 8.03.2021.  Smart bílar ehf var stofnað um mánuði eftir að eigandinn yfirgaf sitt fyrra fyrirtæki Betri Bílakaup ehf sem var með neikvætt eigið fé uppá 9.6 milljónir árið 2018 og síðan úrskurðað gjaldþrota 24.06.2020 eftir að nafninu var breytt í Pappír 67 ehf.

Bensínlaus ehf hefur enn ekki skilað inn neinum ársreikningi og er með slóð vanskila á eftir sér.

Alvarleg vanskil mjög líkleg. Fjárhagsstaða Smart bílar ehf virðist metin verri en hjá nokkru öðru Íslensku fyrirtæki:


Mjög áhættumikið. Fjárhagsstaða Bensínlaus ehf virðist metin verri en hjá 98% Íslenskra fyrirtækja:


Framúrskarandi áhættulítið. Fjárhagsstaða Islandus Europe ehf er metin betri en 94% allra Íslenskra fyrirtækja og 97% betri en hjá öðrum fyrirtækjum innan sömu atvinnugreinar:

552 2000

Þjónustufulltrúar tilbúnir til aðstoðar.

Spotprís Bílaleit

Ný Tilboð Dagsins

Fáðu aðgang að tilboðum dagsins

Finndu Bílinn

Stærsta leitarvél landins fyrir rafmagns- og hybrid bíla.

Bílaleit hjá þúsundum söluaðila í Evrópu og bandaríkjunum. Þú færð niðurstöðuna strax!

Traust bílaviðskipti

Síðustu 20 ár höfum við afgreitt þúsundir bíla á lægra verði til ánægðra viðskiptavina á Íslandi og í Evrópu. Oft hafa sparast milljónir króna.

100% fjármögnun

Allt að 100% fjármögnun.  Rafbílar fást með engri útborgun. Láttu bensínsparnaðinn borga niður bílalánið og bíllinn kostar þig ekkert.