Traust bílaviðskipti

Bílaleit og Spotprís Tilboð

Áríðandi tilkynning til viðskiptavina: Við höfum á undanförnum mánuðum varað við fyrirtækinu Bensínlaus ehf (sem hafa nú einnig sett í loftið síðuna bilaskipti.is) og öðrum sem eru að taka innborganir á bíla sem eru ekki til staðar hjá bílaumboðum erlendis. Fjölmiðlar hafa nú birt fréttir af þessum svikum, m.a. um elllífeyrisþega sem seldi íbúð sína fyrir draumabílinn sem barst aldrei til landsins:

Fréttablaðið: Seldi íbúð sína fyrir draumabílinn sem barst aldrei til landsins
visir.is: Fyrrverandi starfsmenn Bensinlaus.is saka stjórnendur um svik
mbl.is: Saka stjórnendur bílasölu um stórfelld svik
dv.is: Ívar Máni og bílasalan Bensinlaus.is sökuð um svik – Seldu að sögn bíla sem er ekki til

Við tengjumst Bensínlaus ehf ekkert og vörum við þessum fyrirtæki sem er að misnota nafn okkar á vefsíðu sinni. Í kjölfar samskipta við lögregluna svo og viðskiptavini og starfsmenn Bensínlaus ehf. viljum við hvetja viðskiptavini til að gæta vel að sér þegar verið er að greiða stórar fjárhæðir inná bílaviðskipti. Sjá nánar Tilkynnningu til viðskiptavina 8 mars 2022 neðst á þessari síðu. 

Veldu traustan samstarfsaðila

Bílar eru stór fjárfesting og því mikilvægt að velja traustan samstarfsaðila til að sjá um kaup erlendis og innflutning á nýjum eða notuðum bílum. Islandus hefur flutt inn þúsundir bifreiða fyrir ánægða viðskiptavini síðastliðin 20 ár.

Skotið hafa upp eftirlíkingar af þjónustu Islandus. Flestir þessara aðila hafa ekki sama fjárhagslega styrk og Islandus Europe ehf sem fær bestu fáanlega einkunn hjá Lánstrausti. Félagið er dótturfélag Álftaborga ehf sem var stofnað fyrir 45 árum (1976). Félögin eru skuldlaus og reksturinn er fjármagnaður með eigin fé.

Ekki er allt gull sem glóir

Undanfarið hafa tveir aðrir aðilar keppst við að auglýsa eftirlíkingar af þjónustu Islandus á samfélagsmiðlum. En hvernig er þeirra fjárhagsstaða í samanburði við Islandus? Hér má sjá niðurstöður frá CreditInfo Lánstraust:

Fyrirtæki: Lánshæfisflokkur: Líkur á ógjaldfærni:
Islandus Europe ehf   1  Framúrskarandi áhættulítið
Smart bílar ehf   10  Alvarleg vanskil mjög líkleg
Bensínlaus ehf   9  Mjög áhættumikið

Mars 2021. Hér er hægt að kaupa fjárhagsupplýsingar: www.creditinfo.is

Uppfært 28 Febrúar 2022

Greiddi 8,5 milljónir til Bensínlaus ehf inná bíl sem finnst ekki 

Bensínlaus ehf réði á þriðja tug manns í vinnu stuttu fyrir áramót með stuðningi frá Vinnumálastofnun og setti í gang síma herferð að selja svokallaðar “forpantanir” á bílum frá framleiðendum. Síðustu daga hafa flestir starfsmanna gengið út, laun og launatengd gjöld í vanskilum, og talað um að viðskiptavinir hafi greitt inná bíla sem fyrirfinnast ekki. Í einu tilfelli greiddi ellilíferisþegi 8.5 milljónir inná handskrifaðan kaupsamning með engu verksmiðjunúmeri, bíllinn finnst ekki og málið komið til lögreglu.

Ársreikningur sem Bensínlaus ehf lagði inn hjá Skattinum 26 maí 2021 sýnir að tæpar 4 milljónir vantar uppá að félagið eigi fyrir skuldum. Til viðbótar skuldi eigendur félaginu 575þkr. sem bendir til þess að hlutaféð hafi aldrei verið innborgað.

Betri bílakaup ehf gjaldþrota. Haldið áfram á nýrri kennitölu. 

Þegar þetta er ritað 23 mars 2021 hafa Smart bílar ehf ekki skilað inn ársreikningi fyrir árin 2019 og 2020. Ársreikningur þeirra fyrir árið 2018 sýnir neikvætt eigið fé uppá -15,4 milljónir. Við bætist 600þús stjórnvaldssekt fyrir að skila ekki inn ársreikningi og um 2 milljónir vegna dóms á fyrirtækið 8.03.2021.  Smart bílar ehf var stofnað um mánuði eftir að eigandinn yfirgaf sitt fyrra fyrirtæki Betri Bílakaup ehf sem var með neikvætt eigið fé uppá 9.6 milljónir árið 2018 og síðan úrskurðað gjaldþrota 24.06.2020 eftir að nafninu var breytt í Pappír 67 ehf.

Alvarleg vanskil mjög líkleg. Fjárhagsstaða Smart bílar ehf virðist metin verri en hjá nokkru öðru Íslensku fyrirtæki:


Mjög áhættumikið. Fjárhagsstaða Bensínlaus ehf virðist metin verri en hjá 98% Íslenskra fyrirtækja:


Framúrskarandi áhættulítið. Fjárhagsstaða Islandus Europe ehf er metin betri en 94% allra Íslenskra fyrirtækja og 97% betri en hjá öðrum fyrirtækjum innan sömu atvinnugreinar:

Tilkynning til viðskiptavina 8 mars 2022:

Í kjölfar samskipta við lögregluna svo og viðskiptavini og starfsmenn Bensínlaus ehf. viljum við vekja athygli á eftirfarandi:

Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að svindl hafi átt sér stað í bílaviðskiptum. Lögreglan hefur upplýst að sextíu milljónum króna hafi verið stolið af innflutningsaðilum bíla á síðustu mánuðum. Kaupendur bíla hafi þannig greitt fyrir bíla í góðri trú án þess að fá þá afhenta. Í lok síðasta árs varð Islandus Europe ehf. vart við slíka tegund svindls og lét lögreglu vita.

Þá er komin upp sú staða að óprúttnir aðilar hafa nýtt sér upplýsingar frá Islandus Europe til að stofnsetja nýtt fyrirtæki og hafa þeir herjað á viðskiptavini Islandus með auglýsingum um svokallaðar “forpantanir” á nýjum bílum sem enn eru ekki komnir frá verksmiðju. Samkvæmt vitneskju Islandus hefur fólk greitt umræddu fyrirtæki milljónir króna án þess að bíllinn hafi verið keyptur eða greiddur erlendis. Í einu tilviki greiddi ellilífeyrisþegi 8,5 milljónir inn á bíl eftir að hann fékk sendan handskrifaðan samning með engu verksmiðjunúmeri. Bíllinn finnst ekki og málið komið til lögreglu. Við bendum öðrum sem eru í sömu stöðu á að hafa samband við lögregluna í síma 4441000 eða á netfangið [email protected] 

Í síðasta mánuði fékk umrætt fyrirtæki milljóna króna styrk frá Vinnumálastofnun eftir að hafa ráðið til sín tuttugu starfsmenn til úthringinga með innistæðulausum tilboðum. Laun og launatengd gjöld vegna þessara starfsmanna eru í vanskilum. Stjórnendur fyrirtækisins þ.á.m. aðstoðarframkvæmdastjóri, eru nú hættir störfum. Undanfarið hafa bæði viðskiptavinir og þrír fyrrum starfsmenn umrædds fyrirtækis verið í sambandi við Islandus þar sem þeir eru uggandi um sína stöðu og leita þeir leiða til að aðstoða viðskiptavini og uppræta svindlið.

Islandus hefur jafnframt verið tjáð að aðilar án fjármagns, sem hafa starfað innan nefnds fyrirtækis undirbúi nú að gangsetja enn eina eftirlíkinguna af innflutningskerfi Islandus.

Islandus hefur varað við eftirlíkingum af þjónustu félagsins á vefsíðunni www.islandus.is/traust síðastliðið ár. Full ástæða er fyrir neytendur að kynna sér fjárhagsstöðu þeirra aðila sem þeir treysta fyrir bílainnflutningi. Islandus Bílar hafa flutt inn þúsundir bifreiða fyrir ánægða viðskiptavini síðastliðin 20 ár. Við tökum ábyrgð á öllu ferlinu, kaupum erlendis, flutningi og afgreiðslu bílsins á Íslenskum skráninganúmerum. Islandus er skuldlaust fyrirtæki og reksturinn er fjármagnaður með eigin fé, enda fær Islandus Europe ehf. fyrsta flokks einkunn hjá CreditInfo Lánstraust.

552 2000

Þjónustufulltrúar tilbúnir til aðstoðar.

Spotprís Bílaleit

Ný Tilboð Dagsins

Fáðu aðgang að tilboðum dagsins

Finndu Bílinn

Stærsta leitarvél landins fyrir rafmagns- og hybrid bíla.

Bílaleit hjá þúsundum söluaðila í Evrópu og bandaríkjunum. Þú færð niðurstöðuna strax!

Traust bílaviðskipti

Síðustu 20 ár höfum við afgreitt þúsundir bíla á lægra verði til ánægðra viðskiptavina á Íslandi og í Evrópu. Oft hafa sparast milljónir króna.

100% fjármögnun

Allt að 100% fjármögnun.  Rafbílar fást með engri útborgun. Láttu bensínsparnaðinn borga niður bílalánið og bíllinn kostar þig ekkert.