Spotprís Bílar

Bílaleit og Spotprís Tilboð

Spotprís bílar – oft á snarlækkuðu verði!

Oft getur Islandus.com boðið ótrúlega lágt verð á nýjum eða nýlegum bílum. Slíkur árangur næst með því að nota Spotprís-aðferðina okkar við að kaupa af seljendum og framleiðendum erlendis.

Með hugtakinu Spotprís (SpotPrice) er átt við verð dagsins og er það til dæmis oft notað á fjármálamörkuðum. Samningur um Spotprís er þá yfirleitt gerður einum eða tveimur viðskiptadögum áður en kemur að viðskiptunum sjálfum. Spotprísinn endurspeglar þá núverandi framboð og eftirspurn, ekki óorðnar verðbreytingar.

Bílaumboð og framleiðendur lenda stundum undir miklum þrýstingi þegar bílum á lager fjölgar og þrengist að, bæði fjárhagslega og líka hvað plássið varðar. Ef til vill er boginn spenntur til hins ýtrasta hjá bankanum þeirra og allar geymslur fullar af óseldum bílum. Jafnvel er einnig von á stórum sendingum af nýjum bílum frá framleiðendum án þess að pláss sé fyrir þá og ekkert fjármagn tiltækt til að greiða fyrir þá. Í slíkum tilvikum þarf að losna fljótt við bíla af lagernum, jafnvel þótt það þýði að einhverjir þeirra séu seldir á kostnaðarverði og hugsanlega með tapi.

Önnur ástæða fyrir því að bílar fást á Spotprís getur verið þegar stór bílaumboð eru undir þrýstingi að selja vissan lágmarksfjölda bíla á tilteknu sölutímabili (mánuður, ársfjórðungur, ár) til að ná sölumarkmiðum sínum og fá sölubónusa frá framleiðendum. Ef til vill vantar aðeins nokkra bíla upp á til að tiltekinn fjöldi náist. Hjá stórum bílaumboðum geta slíkar bónusgreiðslur orðið verulegar og stundum sem nemur meira en verði nokkurra bíla.

Bílasalinn eða framleiðandinn vill ef til vill ekki auglýsa bíla undir ákveðnu verði því slík útsala getur haft slæm áhrif á þeirra eigin markaðsstarfsemi heima fyrir. Í slíkum tilvikum koma aðilar eins og Islandus.com til sögunnar og eru valdir sem útsölumarkaður. Bílasalinn getur unnið með okkur í fullum trúnaði án þess að þurfa að gefa upp eða auglýsa einhvers konar brunaútsölu fyrir almenning. Þannig fær Islandus.com stundum nýja bíla á ótrúlega lágu verði en slík tilboð standa þá aðeins í örfáa daga.

Þegar gerð er pöntun á bíl á Spotprís er mikilvægt að tilgreint sé nákvæmlega hvaða lágmarksbúnaðar er óskað í viðkomandi ökutæki og hvaða hámarksverð kaupandinn er tilbúinn að greiða. Þetta er sá rammi sem notast er við í leit að bíl sem svarar kröfum þínum. Ef þú gefur upp óraunhæft hámarksverð eða óskar eftir of mörgum aukahlutum er mögulegt að Spotprís-leitin beri ekki árangur og enginn bíll finnist. En ef óskir þínar og hámarksverð eru á raunhæfum nótum er mögulegt að Spotprís-leitin beri árangur umfram væntingar þínar og við finnum bíl sem er betur búinn og á lægra verði en þú óskaðir eftir.

Bestu kaupin nást því ef viðskiptavinir hafa samband við okkur þegar þeir eru ákveðnir í að kaupa sér bíl og tilbúnir að kaupa og hafa þá samband við þjónustuver okkar. Þegar Islandus.com er komið með pöntun frá viðskiptavini sem er ákveðinn í að kaupa bíl höfum við samband við erlendu bílaumboðin og reynum að ná Spotprís á bílinn. Þannig næst besta verðið. Í raun er það tímaeyðsla að fá verðtilboð í bíl sem ráðgert er að kaupa eftir margar vikur eða mánuði, því verðin hjá Islandus.com breytast nær daglega, og verð sem þú værð uppgefið í dag er orðið úrelt á morgun. Þegar um notaðar bifreiðar er að ræða, getum við stundum gert mjög góð kaup á svokölluðum dealer-uppboðum, ef við erum að leita að bíl fyrir ákveðinn kaupanda. Þá erum við gjarnan með Spotprís pöntun á bíl frá viðkomandi kaupanda og kaupum bílinn í samræmi við þá lýsingu og hámarksverð sem kaupandinn hefur ákveðið.


Einfalt og þægilegt ferli:

  1. Finndu þinn draumabíl – Rafmögnuð TOTO BílaleitVefir framleiðenda
  2. Láttu okkur finna bílinn – Sendu beiðni um Spotprís Bílaleit
  3. Við sendum þér Spotprís Tilboð – Þú velur úr tilboðum
  4. Ástandsskoðun (ef keypt notað)
  5. Kaupsamningur með allt að 100% fjármögnun
  6. Heimflutningur – Bifreiðin er tryggð að fullu
  7. Bifreið afhent í Reykjavík tilbúin til aksturs.

Spotprís aðferðin hefur skilað sér í hundruðum ánægðra viðskiptavina:

Fínn bíll á góðu verði! segir Valur Jóhannsson eigandi Fótoval sem keypti nýjan Jeep Grand Cherokee.

Dóttir stórskáldsins gerir reyfarakaup! Guðný H. Laxness gerði svo frábær kaup að Tollstjórinn í Reykjavík gerði athugasemd og vildi fá öll skjöl til skoðunar áður en bíllinn var afgreiddur úr tolli.

Eðalvagn 35% undir markaðsverði! “Fallegasti bíll sem ég hef nokkurn tímann átt. Ég hefði sjálf ekki getað valið svona flottan bíl, þótt ég hefði mætt á staðinn til að leita og skoða. Ástandsskýrsla sem mér var send áður en kaupin voru staðfest var svo nákvæm að örlítil rispa í lakkinu sem athygli mín var vakin á sést ekki með berum augum. Algjör eðalvagn 35% undir markaðsverði á Íslandi,” segir Ragnheiður Jónsdóttir sem keypti Ford Expedition.

Fleiri ummæli hér…

552 2000

Þjónustufulltrúar tilbúnir til aðstoðar.

Spotprís Bílaleit

Ný Tilboð Dagsins

Fáðu aðgang að tilboðum dagsins

Finndu Bílinn

Stærsta leitarvél landins fyrir rafmagns- og hybrid bíla.

Bílaleit hjá þúsundum söluaðila í Evrópu og bandaríkjunum. Þú færð niðurstöðuna strax!

Traust bílaviðskipti

Síðustu 20 ár höfum við afgreitt þúsundir bíla á lægra verði til ánægðra viðskiptavina á Íslandi og í Evrópu. Oft hafa sparast milljónir króna.

100% fjármögnun

Allt að 100% fjármögnun.  Rafbílar fást með engri útborgun. Láttu bensínsparnaðinn borga niður bílalánið og bíllinn kostar þig ekkert.