Viðskiptaskilmálar

Bílaleit og Spotprís Tilboð

Um kaup á vef islandus.is gilda lög um Húsgöngu- og fjarsölusamninga og Lög um rafræn viðskipti. Öll samskipti þar sem greiðslukortaupplýsingum er miðlað á vef eru dulkóðuð með SSL.

Almennir skilmálar

Með því að nota vef Islandus.is til að leita upplýsinga, setja fram óskir eða leggja inn pöntun á vefnum hefur þú samþykkt að hlíta eftirfarandi skilmálum um notkun eins og þeir eru á hverjum tíma.

Spotprís bílaleit

Þú getur gert fyrirspurn um gerð ökutækis sem þú hefur áhuga á að eignast og skilgreint Spotprís hámarksverð til viðmiðunar við bílaleit.

Tilboðsverð

Verð á bílum afgreiddum til Íslands er yfirleitt með öllum innflutningskostnaði (flutningsgjöld, hafnargjöld, tryggingar, tollum/vörugjaldi og VSK á Íslandi). Til viðbótar kaupverðinu greiðir kaupandi útlagðan kostnaði við skráningu bifreiðar á Íslandi, Evrópuvottun ef á þarf að halda (TUV vottorð), númeraplötur, bifreiðaskoðunargjald, bifreiðagjöld og tryggingar frá skráningardegi og kr. 25,000 þjónustugjald islandus.com sem er skuldfært á greiðslukort kaupanda ef hægt er að útvega bifreið í samræmi við fyrirspurnina.

Virkja Spotprís bílaleit

Til virkja Spotprís bílaleit er greiðslukortanúmer skráð bakvið fyrirspurnina. Þegar viðskiptavinur hefur lagt inn slíka spotprís-pöntun munu innkaupafulltrúar okkar kanna markaðinn, gagnagrunna hjá framleiðendum og bílasölum, til að finna ökutækið sem svarar kröfum þínum innan spotprís-rammans sem þú hefur tiltekið.

Í Spotprís beiðni skilgreinir viðskiptavinur heimkomið hámarksverð. Innifalið í Spotprís-tilboðsþjónustunni er að reikna út og áætla heimkomið verð bílsins með öllum flutningskostnaði, tryggingum, og aðflutningsgjöldum.

Finnist enginn bíll í samræmi við fyrirspurnina og innan þess hámarksverðs sem skilgreint er í Spotprís tilboði greiðir viðskiptavinur ekkert og Spotprís pöntunin fellur niður.

Finnist ökutæki í samræmi við fyrirspurnina og innan þess hámarksverðs sem skilgreint var í fyrirspurninni eða í símtali við þjónustufulltrúa, skuldfærum við þjónustugjald (Kr. 25.000) á kortið og viðskiptavinur fær sendar upplýsingar um bílinn og áætlað heimkomið verð.

Viðskiptavinur er ekki skuldbundinn til að kaupa bíl sem finnst við Spotprís bílaleit. Þjónustugjald gildir í allt að 3 mánuði og endurtökum við Spotprís bílaleit á þeim tíma viðskiptavini að kostnaðarlausu.

Óski viðskiptavinur að ganga frá kaupum á tilteknum bíl er ferill bílsins kannaður, gerð ástandsskoðun eða fengin vottun frá viðurkenndu bílaumboði ef um notað ökutæki er að ræða. Ef bíllinn er nýr frá verksmiðju er gengið frá kaupunum án ástandsskoðunar.

Komi fram gallar í bílnum við ástandsskoðun sem ekki var áður vitað um, er hægt að hætta við bílinn og Spotprís bílaleitin endurtekin. Reynist ástandsskoðunin hinsvegar í lagi göngum við frá kaupum á bílnum.

Afbókunarskilmálar Spotprís pöntunar

Óski kaupandi ekki að ganga frá kaupum á bíl sem finnst við Spotprís bílaleit má nota greitt þjónustugjald til að endurtaka leitina viðskiptavini að kostnaðarlausu, sé slíkt gert innan 3ja mánaða. Gjaldið er ekki endurgreitt enda liggur yfirleitt að baki töluverð vinna í að kanna markað, flutningsgjöld, tollamál og annað til að vinna úr síkum fyrirspurnum.

Ástandsskoðun

Ef um notað ökutæki er að ræða óskum við eftir því við seljandann að halda því þar til við getum sent skoðunarmann á staðinn eða fengin er skrifleg staðfesting frá viðurkenndu bílaumboði um ástand bifreiðarinnar í stað þess að senda skoðunarmann. Við könnum ferilskrá ökutækisins og sé skoðunarmaður sendur á staðinn framkvæmir hann ástandsskoðun og reynsluakstur. Kostnaðurinn við skoðunina er innifalinn í þjónustugjaldi spotprís. Óskir þú þess munum við endurtaka skoðunarferlið á öðru ökutæki án endurgjalds ef skoðunin leiðir í ljós galla sem ekki komu fram í upplýsingum frá seljandanum. Ástandsskoðun er ekki gerð á nýjum ökutækjum eða mjög nýlegum bifreiðum sem koma með hreina ferilskrá og vottun beint frá umboðsmanni framleiðenda.

Skoðun ökutækja er gerð af virtum og sérhæfðum skoðunarfyrirtækjum eða viðurkenndu bílaumboði. Ef við skoðunina koma fram alvarlegir gallar sem seljandinn hafði ekki lýst, umfram almennt slit og minniháttar rispur á lakki, höfum við samband við þig til að fá samþykki þitt áður en við höldum áfram með kaupin og greiðslu fyrir ökutækið.

Skoðunarskýrslan er nákvæmt mat skoðunarmannsins á ökutækinu á svipaðan hátt og það sem þú myndir sjá og heyra ef þú skoðaðir ökutækið sjálfur og hefðir svipaða faglega reynslu. Engu að síður geta veður, birtuskilyrði og þrifnaður ökutækis þegar það er skoðað, bæði að utan og innan, gert erfitt um vik að greina hluti á borð við endursprautun eða réttingar. Auk beinnar skoðunar reiðum við okkur á gögn um sögu ökutækisins til að finna út hvort það hefur lent í óhappi og látum slíkar upplýsingar í té ef óskað er. Margt í skoðunarferli ökutækis er huglægt. Skoðunarmenn okkar eru alltaf óháðir aðilar sem hafa eingöngu skyldum að gegna gagnvart kaupandanum. Verkefni þeirra er að láta vita um alla galla sem þeir geta fundið og leggja fram mat sitt. Skoðun þeirra getur verið önnur en þín eigin niðurstaða ef þú myndir skoða ökutækið upp á eigin spýtur. Við getum ekki tekið ábyrgð á slíkum mismun.

Pöntun og verð

Við staðfestingu á spotprís-pöntuninni þinni sendum við þér kaupsamning til undirritunar ásamt staðfestingu á VIN-númeri ökutækisins (verksmiðjunúmeri), lokaverði, afhendingarstað og söluskilmálum. Við sendum ökutæki næstum hvert sem er í heiminum, stundum á verði án tolla (CIF-verði) og stundum með inniföldum tollum og virðisaukaskatti í viðtökulandinu. Þegar þú hefur sent okkur í símbréfi undirritaðan kaupsamning og innborgun er komin á bankareikning okkar tekur kaupsamningurinn gildi. Fyrirvari er tekinn um gengisbreytingar hafi orðið umtalsverð breyting á gengi frá þeim tíma sem kaupsamningur er sendur frá okkur og þar til innborgun berst.

Sé þess óskað áður en kaup eru frágengin við erlendan seljanda fyrir þína hönd, útvegum við þér allar upplýsingar sem við getum fengið um ástand ökutækisins.  Ökutækið er selt í því ástandi sem það er án samábyrgðar með seljanda eða framleiðanda samkvæmt sem fram koma í kaupsamningi og almennum skilmálum okkar sem fram koma hér á vefnum islandus.com.

Breytingar á bifreið og skráning

Islandus sér um að útvega Evrópuvottun á bifreiðina til að hægt sé að skrá hana á Íslandi. Vottunin er frá viðurkenndri alþjóðlegri stofnun í Þýzkalandi (TUV) og kostar vottunin yfirleitt Kr. 60.000. Flestum bifreiðum þarf ekki að breyta sérstaklega fyrir Íslenskar aðstæður. Þó geta verið einstök tilfelli þar sem krafist er minniháttar breytinga á ljósum eða öðrum búnaði áður en skráningarskoðun fer fram, sérstaklega þegar um stærri pallbíla er að ræða. Yfirleitt sjáum við um slíkar breytingar fyrir viðskiptavini okkar. Í öðrum löndum Evrópu getum við yfirleitt einnig boðið breytingar til aðlögunar að reglum viðkomandi lands og skráningu ökutækisins. Ef við samþykkjum að veita þá þjónustu kemur það sérstaklega fram í kaupsamningi.

Innborgun

Greiða þarf innborgun til að staðfesta kaupsamninginn en greiðsluskilmálar eru mismunandi eftir tegund ökutækis og afhendingarlandi. Greiðsluskilmálar koma fram í kaupsamningi. Yfirleitt getum við boðið Íslenskum viðskiptavinum allt 75% fjármögnun og í sumum tilfellum 100%. Aðrar reglur geta gilt á hverjum tíma um einstakar tegundir bifreiða og um afgreiðslur til annarra landa en Íslands.

Ef okkur tekst ekki vegna okkar mistaka að afhenda þér ökutækið samkvæmt skyldum í samningi okkar við þig færðu útborgunina endurgreidda. Að öðrum kosti er útborgun óafturkræf.  Hafir þú greitt hluta umsaminnar útborgunar en eftirstöðvar berast ekki á umsömdum tíma og sé greiðsluáskorun ekki sinnt innan 7 daga áskiljum við okkur rétt til að rifta kaupsamningi án endurgreiðslu.

Afhending

Islandus aðstoðar við að finna bifreið til sölu erlendis í samræmi við séróskir þínar um tegund, gerð og búnað. Bifreiðin er þannig sérpöntuð/sérsniðin að þínum kröfum. Islandus tekur að sér þessa þjónustu sem þinn umboðsmaður og milliliður um viðskiptin fyrir hönd kaupanda án samábyrgðar með seljanda eða framleiðanda bifreiðarinnar. Islandus er ekki umboðsmaður seljanda eða framleiðanda bifreiðarinnar og kemur þannig að viðskiptunum alfarið sem þinn umboðsmaður. Islandus sér þannig um innkaup bifreiðarinnar fyrir þína hönd frá erlendum seljanda og veitir þér þjónustu við útflutning erlendis og innflutning. Islandus sér um alla flutninga, flutningstryggingar, innflutning á Íslandi, Evrópuvottun, skráningu í bifreiðaskrá og síðan afhendingu til þín á Íslandi.

Nema annað sé sérstaklega tekið fram er áætlaður afgreiðslutími á bifreiðum 6-12 vikur. Áætlaður afhendingardagur er aðeins mat og yfirleitt ætti biðtími ekki að vera lengri en 12 vikur frá dagsetningu samningsins. Þó svo við gerum okkar besta til að afhenda ökutækið innan áætlaðs tímaramma erum við háð afhendingu ökutækisins frá framleiðanda/seljanda og nauðsynlegum pappírum innan tímaramma og flutningafyrirtækjum varðandi flutning. Við tökum ekki ábyrgð á neinum óþægindum eða aukakostnaði sem hlýst af töfum á afhendingu eða í flutningi sem eru utan þess sem við ráðum við. Verði verulegar tafir af völdum seljanda kunnum við að ákveða að hætta við kaupin og endurgreiða þér eða panta annað ökutæki innan svipaðs eða betri ramma.

Komi fram við afhendingu til þín að búnaður sem átti að vera í bifreiðinni samkvæmt upplýsingum erlends seljanda vanti í bifreiðina, mun Islandus reyna fyrir þína hönd að fá bætur fyrir slíkt frá erlenda seljandanum. Fáist engar bætur þaðan og ef um nauðsynlegan eða mikilvægan búnað er að ræða, mun Islandus útvega þann búnað sem vantar eða ákvarða sanngjarnar bætur til þín sem miðast við verðmæti þess búnaðar sem vantar í bifreiðina.  Islandus getur einnig ákveðið að taka söluverð bílsins sem innborgun uppí nýjan kaupsamning á þeim forsendum að bifreiðinni sé skilað strax í sama ásigkomulagi og hún var við afhendingu.  Bætur eru ekki greiddar fyrir þann tíma sem það tekur að fá nýju bifreiðina til landsins og til afhendingar.

Tap eða skemmdir

Við tryggjum ökutækið hjá virtu tryggingafyrirtæki gagnvart tapi eða skemmdum í flutningi. Ef ökutækið tapast eða skemmist í flutningi ákveðum við í samráði við tryggingaraðila hvort gera skuli við skemmdirnar hjá virtu verkstæði eða að afturkalla pöntunina og endurgreiða innborgun eða panta annað ökutæki innan svipaðs eða betri ramma eins fljótt og auðið er.

Eignarréttur á ökutækinu

Eignarréttur á ökutækinu (bæði lagalega og á annan hátt) færist ekki yfir til þín fyrr en við höfum fengið verðið að fullu greitt, nema um annað sé samið.

Fjármögnun og bílalán

Ef þú velur þá leið að kaupa í gegnum okkur með því að nota fjármögnun frá þriðja aðila eða í gegnum lánafyrirtæki gilda um það frekari skilmálar sem viðkomandi fyrirtæki setur.

Ábyrgð

Á bílum fluttum inn frá Evrópu gildir yfirleitt ábyrgð framleiðanda á Íslandi. Ábyrgð einstakra framleiðanda getur takmarkast eða fallið úr gildi þegar ökutæki kemur annarsstaðar frá t.d. frá Bandaríkjunum. Þetta á þó yfirleitt ekki við um þýsku og sænsku bílamerkin en þar flyst yfirleitt ábyrgðin einnig yfir til Íslands og stundum aðlagast Íslenskum ábyrgðarskilmálum verksmiðjunnar. Viðskiptavinum er bent á að kynna sér eða spyrjast fyrir um ábyrgðarskilmála framleiðenda við kaup á bílnum. Í þeim tilfellum sem ábyrgð framleiðenda er takmörkuð geta viðskiptavipavinir yfirleitt keypt bílaábyrgð frá Tryggingarmiðstöðinni. Kaupandinn ber einn ábyrgð á viðhaldi ökutækisins og öllum samskiptum við þjónustuaðila varðandi galla ökutækisins, viðgerðir eða aðrar ábyrgðarkröfur. Allar kröfur er varða ábyrgð eða þjónustu sem við höfum samþykkt að útvega skal kaupandinn gera beint á viðkomandi framleiðanda eða tryggingarfyrirtæki.

Fyrsta skráning

Í sumum tilfellum þurfum við að forskrá nýjan bíl í erlendu sölulandi áður en hann er seldur eða fluttur út vegna skilyrða sem sett eru af framleiðendum, bílasölum eða af kerfum sem kunna að hafa verið notuð til að ná fram afslætti. Þetta þýðir að jafnvel þótt ökutækið sé nýtt frá verksmiðjunni kann svo að vera að þú komir ekki fram sem fyrsti eigandi þess.

Fyrirvari og villur

Bílar sem við afgreiðum til Íslenskra viðskiptavina á Íslandi eru seldir með innflutningsgjöldum og VSK nema annað komi fram í kaupsamningi. Bifreiðar afgreiddar erlendis eru eftir því sem við á seldar með innflutningsgjöldum og VSK eða tollfrjálsar. Ef selt án innflutningsgjalda og virðisaukaskatts í afhendingarlandi er það á ábyrgð kaupanda að greiða öll innflutningsgjöld, virðisaukaskatt, opinber gjöld og annan kostnað sem hlýst af innflutningi og skráningu ökutækisins.

Fyrirvari er tekinn á öllum texta, verðreikningi og auglýsingum á vefnum. Bifreiðar fást í fjölmörgum gerðum og útfærslum frá sama framleiðanda, og er kaupendum bent á að fara vel yfir kaupsamning og aðrar upplýsingar sem þeim eru sendar frá Islandus.com áður en gengið er frá kaupunum og hafa samband strax við þjónustuver með netpósti (email) sé þörf á frekari upplýsingum áður en Kaupsamningur er staðfestur. Kaupsamningar eru gerðir með fyrirvara um villur í verðútreikningi, ranga tollflokkun og ófyrirséðan kostnaðarauka af völdum breytinga á reglum hins opinbera, tollareglum, tollgengi eða breytinga fyrir skráningarskoðun.

Upplýsingarnar um bíla í auglýsingum og tilboðum eru frá erlendum seljanda með fyrirvara um villur. Yfirleitt hafa slíkar lýsingar á bíl og búnaði reynst fullnægjandi. Islandus tekur ekki ábyrgð á einstaka villum eða frávikum. Sé aukabúnaður skilyrði má biðja um staðfestingu hvort sá búnaður er til staðar áður en gengið er frá kaupum erlendis.

Bæði þín vegna og okkar vegna er gerður fyrirvari um ástandsskoðun bifreiðar og að kaup Islandus á bifreiðinni gangi eftir með eðlilegum hætti. Réttur er áskilinn til að fella niður pöntun og endurgreiða þjónustugjald og útborganir í því tilfelli að Islandus telji ekki ráðlegt að ganga frá kaupum á bifreiðinni og flytja hana til Íslands, t.d. vegna erfiðleika í samskiptum við erlendan seljanda eða ef ástandsskoðun vekur upp grundsemdir um að bifreiðin sé að einhverju leiti gölluð.

Ógilding

Við kunnum að ógilda samning ef eitthvert af eftirfarandi gerist:

 1. Þú getur ekki tekið við eða samþykkir ekki móttöku ökutækisins í viðtökuhöfn eða áfangastað innan fimm virkra daga frá þeirri dagsetningu sem við tilkynnum þér um komu og afhendingu og gerir ekki aðrar viðunandi ráðstafanir við okkur um afhendingu.
 2. Ef þú sérð ekki til þess að afhendingardagsetningu sé breytt eða að ökutækið er ekki sótt á afhendingarstað innan sjö daga frá þeim degi sem við tilkynnum þér um að ökutækið sé tiltækt til afhendingar.
 3. Ef þú greiðir ekki kaupverðið og aðrar greiðslur samkvæmt samningnum í fullu samræmi við skilmála.
 4. Ef við á eðlilegan hátt teljum að samningurinn hafi myndast á grunni prentvillu á vefsíðu okkar í tengslum við ákvæði samningsins (þar á meðal en ekki takmarkað við verð ökutækisins) og ef þér hefur verið bent á villuna.
 5. Þú brýtur einhverja af skilmálunum og gerir ekki ráðstafanir til að bæta úr með viðunandi hætti.

Í því tilfelli að brot á samningi sé eitthvað sem þú getur bætt úr, þarftu að láta okkur vita strax og unnt er og bæta úr innan 7 daga eftir að fá tilkynningu frá okkur um brot á samningi. Í slíkum tilfellum höfum við ekki rétt til einhliða riftunar samnings.

Í því tilviki að þú hefur ekki samþykkt viðtöku eða tekið við ökutækinu innan fimm daga frá tilkynntri afhendingardagsetningu kann svo að vera að við þurfum að sjá um geymslu ökutækisins á okkar eigin vegum eða útvega geymslu hjá þriðja aðila. Í slíkum tilvikum berð þú ábyrgð á sanngjörnum kostnaði fyrir geymsluna og viðbótarflutningi þangað til ökutækið er afhent þér eða samningnum er rift.

Ef samningi er rift af þeirri ástæðu að þú samþykkir ekki viðtöku ökutækisins innan eðlilegra tímamarka gefum við þér sjö daga frest til að bæta fyrir slíkt brot eða til að ná samkomulagi við okkur um nýjan afhendingardag. Ef þú bregst ekki við eða bætir fyrir brotið kann svo að fara að við seljum ökutækið til þriðja aðila á afslætti eða á opinberu uppboði. Við endurgreiðum þér af nettótekjum sem koma frá slíkri afsláttarsölu eftir að afslátturinn hefur verið dreginn frá ásamt 10% lagergjaldi, 20% kostnaði við endurmarkaðssetningu og sérhverjum viðbótarkostnaði sem komið hefur fram.

Notkun á vefsíðu Islandus.is

Upplýsingar, skráð vörumerki og höfundarréttur:

Islandus er sjálfstæði þjónustuveita við kaup á bílum af ýmsum tegundum og er óháð bílaframleiðendum og umboðum. Bifreiðamerki og myndir birtast á þessum vef í gegnum tengingu við aðra vefi í þeim eina tilgangi að gera notendum vefsins kleift að greina tiltekna tegund og framleiðanda eða að leita á vefnum eftir slíkum ökutækjum. Myndir, lýsingar og vörumerki ökutækja sem sjá má í gegnum þessar tengingar eru áfram eign skráðs eiganda vörumerkisins og gerir Islandus ekkert tilkall til neins réttar varðandi slík vörumerki.

Veftengingarnar á islandus.is veita, til persónulegrar notkunar eingöngu, aðgang að almennum upplýsingum sem tengjast ökutækjum, auglýsingum, framleiðsluvörum og þjónustutilboðum, gögnum um ökutæki, áætluðu verði og virði, hugbúnaði, tengingum og innihaldsupplýsingum á vefsíðunni islandus.com eða á öðrum vefsíðum sem tengingar eru við á islandus.is. Islandus.is tekur ekki ábyrgð á áreiðanleika eða nákvæmni slíks efnis sem sýnt er á vefnum islandus.is eða öðrum vefsíðum sem tengt er við frá islandus.is.

Islandus og önnur heiti á þeirri þjónustu sem Islandus.is býður og/eða er vísað í á vefnum eru vörumerki eða skráð vörumerki í eigu Islandus Europe ehf. eða tengdra fyrirtækja. Önnur vörumerki, fyrirtækjaheiti, heiti á framleiðsluvörum, myndir eða lýsingar á framleiðsluvörum sem birtast í gegnum þessar tengingar kunna að vera vörumerki eða eign viðkomandi og gerir Islandus ekkert tilkall til neins réttar varðandi slíkt efni.

Verðtilboð á vefnum og upplýsingar um ökutæki

Framsetning ökutækja á vefnum og/eða hvers konar verðtilboð sem við gerum á vefsíðunni í tengslum við hvers kyns bifreiðar eru ekki tilboð um að selja þér eða útvega þér bifreið. Áður en þú skrifar undir kaupsamning áskiljum við okkur rétt til að hafna hvaða pöntun sem er eða að neita að selja þér bíl án þess að þurfa að gefa upp ástæður fyrir þeirri ákvörðun.

Trúnaður

Farið er með persónulegar og fjármálalegar upplýsingar sem trúnaðarmál og verða þær ekki afhentar þriðja aðila, nema að því marki sem nauðsynlegt er til að panta og ganga frá kaupum. Islandus mun aðeins nota upplýsingar um þig í slíkum tilgangi nema þegar þörf er á öðru af lagalegum ástæðum.

Breytingar

Islandus.com kann að vilja breyta þessum skilmálum hvenær sem er án þess að þú fáir tilkynningu þar um. Með því að nota vefinn eftir hvers kyns breytingar á skilmálum samþykkir þú að hlíta þeim breytingum.

Takmörkun á ábyrgð

Við berum ekki ábyrgð gagnvart þér varðandi skaða sem ekki var fyrirsjáanlegur báðum aðilum þegar samningur komst á, skaða sem ekki er af völdum brots á þessum skilmálum og skilyrðum af okkar hálfu, töpuðum viðskiptum (þar á meðal en ekki takmarkað við tap á hagnaði, viðskiptatækifærum eða viðskiptavild).

Lagalegur réttur

Ekkert í þessum skilmálum getur stangast á við lagalegan rétt þinn samkvæmt íslenskum lögum. Ef þú ert í vafa um lagalegan rétt þinn ættirðu að hafa samband við lögfræðing.

Samskiptasaga

Þegar viðskiptavinir hafa samband við okkur með fyrirspurn í gegnum vefsíðu, með tölvupósti eða í síma þá er leitast við að geyma samskiptasögu til að bæta gæði þjónustunnar.  Eins og kemur fram þegar hringt er í þjónustuver okkar eru símtöl hljóðrituð.

Lögsaga

Skilmála þessa skal fara með og túlka í samræmi við íslensk lög. Hvers kyns lagalegar kröfur, deilur eða önnur efni sem af þeim spretta skal fara með fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Nánar um bílakaup

Bifreiðar eru sérpantaðar fyrir hvern og einn viðskiptavin með svokölluðu “Spotprís” tilboði.  Með hugtakinu Spotprís (SpotPrice) er átt við verð dagsins og er það til dæmis oft notað á fjármálamörkuðum. Samningur um Spotprís er þá yfirleitt gerður einum eða tveimur viðskiptadögum áður en kemur að viðskiptunum sjálfum. Spotprísinn endurspeglar núverandi framboð og eftirspurn nánast eins og gjaldeyris- eða fiskmarkaðsuppboð.

Almennir skilmálar á kaupsamningi:
 1. Kaupandi hefur óskað eftir aðstoð Islandus Europe ehf (héreftir nefnt „Islandus“) við að finna bifreið til sölu erlendis í samræmi við séróskir kaupanda um tegund, gerð og búnað. Bifreiðin er þannig sérpöntuð/sérniðin að kröfum kaupanda. Islandus tekur að sér þessa þjónustu sem umboðsmaður kaupanda og milliliður án samábyrgðar með seljanda eða framleiðanda bifreiðarinnar. Islandus er ekki umboðsmaður seljanda eða framleiðanda bifreiðarinnar og kemur að viðskiptunum sem umboðsmaður kaupanda. Islandus mun þannig sem milliliður sjá um innkaup bifreiðarinnar f.h. Kaupanda frá erlendum seljanda, og veita þjónustu við útflutning erlendis og innflutning. Islandus sér um alla
  flutninga, flutningstryggingar, innflutning á Íslandi, Evrópuvottun, skráningu í bifreiðaskrá og síðan afhendingu til Kaupanda á Íslandi.
 2. Bfreiðin færist strax við innkaup erlendis í tölvukerfi Islandus sem eign Kaupanda að frádregnum ógreiddum eftirstöðvum. Áður en bifreiðin afhendist á Íslandi sendir Islandus Kaupanda reikning uppá heimkomið verð bílsins með kostnaði og þjónustu Islandus ásamt eftirstöðvum til greiðslu. Bifreiðin er seld Kaupanda á erlendri grund með eignaréttarfyrirvara er gildir þar til eftirstöðvar eru að fullu greiddar.
 3. Islandus kannar ferilskrá bifreiðar og ef ástæða þykir til að mati Islandus er framkvæmd ástandsskoðun á bifreiðinni. Nema annað sé sérstaklega tekið fram er bifreiðin keypt frá erlendum seljanda og seld kaupanda í því ástandi sem hún er samkvæmt ástandskoðun eða yfirlýsingu/auglýsingu um ástand bifreiðarinnar frá viðurkenndu bílaumboði. Ástandsskoðun er ekki gerð á nýjum eða mjög nýlegum bifreiðum sem eru með hreina ferilskrá og sem keyptar eru beint frá umboðsmanni framleiðanda.
 4. Komi upp sú staða að ofangreind bifreið fáist ekki keypt eða afhent af einhverjum ástæðum má Islandus ógilda kaupsamninginn eða útvega aðra sambærilega bifreið á sama verði og tilkynna kaupanda um þá breytingu ásamt nýju verksmiðjunúmeri.
 5. Kaupanda er kunnugt um að ábyrgð framleiðanda getur verið takmörkunum háð á Íslandi þar sem bifreiðin er flutt inn framhjá innlendu umboðsmannakerfi framleiðandans. Kaupandi ber sjálfur ábyrgð á viðhaldsþjónustu bifreiðar og samskiptum við innlenda þjónustuaðila/umboð um verksmiðsmiðjuábyrgð. Engin ábyrgð fylgir á bifreiðinni frá Islandus og hefur Kaupanda verið bent á að kynna sér möguleika á að kaupa ábyrgðar tryggingu gegn göllum eða bilunum hjá Íslensku tryggingarfélagi óski Kaupandi ekki eftir að taka áhættuna sjálfur af því að greiða fyrir viðgerðir eða varahluti komi fram galli eða bilun í bílnum.
 6. Islandus tryggir bifreiðina gegn altjóni eða skemmdum í flutningi. Landflutningar og sjóflutningar er tryggt. Flutningstjón er bætt kaupanda að kostnaðarlausu með viðgerð eða nýrri bifreið eftir mati og ákvörðun tryggingarfélags eða Islandus. Bætur greiðast ekki fyrir ófyrirsjáanlegar tafir svo sem afgreiðslutafir erlends söluaðila, flutningsaðila eða skipafélags.
 7. Endanlegt heimkomið verð til kaupanda er upphæð skrifuð í reit 17 hér að ofan. Innifalið í verðinu er allur kostnaður við kaup og innflutning bifreiðarinnar, þ.e.a.s. kaupverð erlendis, flutningsgjöld til hafnar, útskipun, sjófragt, uppskipun í Reykjavík, hafnargjöld, afgreiðslugjöld skipafélags, flutningstrygging, tollskýrslugerð, vörugjald í tolli og virðisaukaskattur nema bifreiðin sé undanþegin slíkum gjöldum þegar kaupsamningur er gerður . Verð miðast við gengi dagsins skrifað í reit nr. 24. Islandus má leiðrétta endanlegt verð tefjist innborgun á kaupsamning af hálfu kaupanda og orsaki það umtalsverða hækkun á gjaldeyriskaupum og hluta kaupverðs eða verði umtalsverðar breytingar á tollgengi, VSK eða tollreglum á meðan bifreiðin er á leiðinni til landsins.
 8. Fyrirvari er um villur í verðútreikningi eða ranga tollflokkun. Komi til leiðréttinga vegna slíkra mistaka sem ekki næst samkomulag um geta kaupandi eða Islandus krafist riftunar samnings með 7 daga skriflegum fyrirvara.
 9. Til viðbótar kaupverðinu greiðir kaupandi útlagðan kostnaði við skráningu bifreiðar á Íslandi, TUV vottorð, númeraplötur, bifreiðaskoðunargjald, bifreiðagjöld og tryggingar frá skráningardegi og kr. 25,000 þjónustugjald islandus.com sem er skuldfært á kreditkort kaupanda við staðfestingu Spotprís pöntunar eða lok netuppboðs.
 10. Sé greitt er minna en 60% útborgun (100% í rafbílum) leggst til fjármagnskostnaður sem greiðist við kaupsamning (sjá reit 21).
 11. Sala með eignarréttarfyrirvara. Greiði kaupandi ekki eftirstöðvar kaupverðs eða er synjað um bílalán þegar bifreið er tilbúin til afgreiðslu, og takist ekki að ganga frá öðru samkomulagi um greiðslu á eftirstöðvum innan 7 daga, má Islandus rifta þessum samningi og selja bifreiðina öðrum tilboðsgjafa með afslætti. Í því tilfelli að bifreiðin hafi þegar verið skráð hjá Samgöngustofu á nafn kaupanda en greiðsla eftirstöðva berst ekki þrátt fyrir áskorun þar um er Islandus við slíkar aðstæður hér með veitt fullt og ótakmarkað umboð til að umskrá bifreiðina á annað nafn eða nýjan kaupanda. Hafi kaupandi greitt hluta kaupverðs skal sá hluti sem fæst við sölu á bifreiðinni endurgreitt að frádregnum útlögðum kostnaði sem Islandus verður fyrir vegna vanefnda kaupanda.
 12. Að öðru leiti en hér kemur fram gilda almennir skilmálar sem birtir eru á vefnum www.islandus.is hverju sinni.

Hleðslustöðvar

Hleðslustöðvum fylgir 2ja ára ábyrgð frá framleiðanda. Ef búnaður er sérpantaður er ekki hægt að falla frá pöntun eftir hún hefur verið send framleiðanda.

Netverslun

Hleðslubúnaður í netverslun islandus.is fæst yfirleitt afgreiddur frá vöruhóteli næsta dag eftir pöntun  nema varan sé ekki á lager og þurfi að sérpanta. Ef innsigli er rofið / umbúðir opnaðar getur skilaréttur fallið niður.

552 2000

Þjónustufulltrúar tilbúnir til aðstoðar.

Spotprís Bílaleit

Ný Tilboð Dagsins

Fáðu aðgang að tilboðum dagsins

Finndu Bílinn

Stærsta leitarvél landins fyrir rafmagns- og hybrid bíla.

Bílaleit hjá þúsundum söluaðila í Evrópu og bandaríkjunum. Þú færð niðurstöðuna strax!

Traust bílaviðskipti

Síðustu 20 ár höfum við afgreitt þúsundir bíla á lægra verði til ánægðra viðskiptavina á Íslandi og í Evrópu. Oft hafa sparast milljónir króna.

100% fjármögnun

Allt að 100% fjármögnun.  Rafbílar fást með engri útborgun. Láttu bensínsparnaðinn borga niður bílalánið og bíllinn kostar þig ekkert.