Go to Top
  • Engin vara í körfu.

Verkstæði

Þar sem Islandus.com starfar með fleiri en einu verkstæði getum við yfirleitt komið bílnum þínum í breytingu nokkuð fljótt.

Öll verkstæði sem sjá um metan breytingar fyrir Islandus.com hafa á að skipta faglærðum bifvéla- eða vélvirkjum. Fylgt er ströngum gæðastaðli framleiðanda og allar ísetningar eru vottaðar af viðurkenndri skoðunarstöð.

Bjóðum vandaðan metan búnað frá BRC sem eru í dag stærstir á markaðnum.

Bílaverkstæði og bílaumboð geta keypt búnað hjá www.brc.is og fengið námskeið og aðstoð til að breyta bílum fyrir eigin viðskiptavini.

BRC námskeið eru hægt að sækja í Reykjavík og hjá framleiðanda.

Sért þú með löggilt bifreiðaverkstæði og hefur áhuga á að sjá um ísetningar á metan búnaði hafðu þá samband við BRC á Íslandi: www.brc.is

 

Þýskt BRC verkstæði sýnir breytingu á bíl fyrir LPG/jarðgas. Nokkuð álíkt ferli og metan breyting. Áhugavert video.