TOTO-SEARCH

Veljið traustan samstarfsaðila í bílaviðskiptum
Í kjölfar samskipta við lögregluna svo og viðskiptavini og starfsmenn Bensínlaus ehf. viljum við vekja athygli á eftirfarandi:
Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að svindl hafi átt sér stað í bílaviðskiptum hérlendis. Lögreglan hefur upplýst að sextíu milljónum króna hafi verið stolið af innflutningsaðilum bíla á síðustu mánuðum. Kaupendur bíla hafi þannig greitt fyrir bíla í góðri trú án þess að fá þá afhenta. Í lok síðasta árs varð Islandus Europe ehf. vart við slíka tegund svindls og lét lögreglu vita.
Er staðan nú sú að óprúttnir aðilar hafa nýtt sér upplýsingar frá Islandus Europe til að stofnsetja nýtt fyrirtæki og hafa þeir herjað á viðskiptavini Islandus með auglýsingum um svokallaðar “forpantanir” á nýjum bílum sem enn eru ekki komnir frá verksmiðju. Samkvæmt vitneskju Islandus hefur fjöldi manns greitt umræddu fyrirtæki milljónir króna án þess að bíllinn hafi verið keyptur eða greiddur erlendis. Í einu tilviki greiddi ellilífeyrisþegi 8,5 milljónir inn á bíl eftir að hann fékk sendan handskrifaðan samning með engu verksmiðjunúmeri. Bíllinn finnst ekki og málið komið til lögreglu. Við bendum öðrum sem eru í sömu stöðu á að hafa samband við Gísla Jökul Gíslason rannsóknarlögreglumann.
Í síðasta mánuði fékk umrætt fyrirtæki milljóna króna styrk frá Vinnumálastofnun eftir að hafa ráðið til sín tuttugu starfsmenn til úthringinga með innistæðulausum tilboðum. Laun og launatengd gjöld vegna þessara starfsmanna eru í vanskilum. Stjórnendur fyrirtækisins þ.á.m. aðstoðarframkvæmdastjóri, eru nú hættir störfum. Undanfarið hafa bæði viðskiptavinir og þrír fyrrum starfsmenn umrædds fyrirtækis verið í sambandi við Islandus þar sem þeir eru uggandi um sína stöðu og leita þeir leiða til að aðstoða viðskiptavini og uppræta svindlið.
Islandus hefur jafnframt verið tjáð að aðilar án fjármagns, sem hafa starfað innan nefnds fyrirtækis undirbúi nú að gangsetja enn eina eftirlíkinguna af innflutningskerfi Islandus.
Islandus hefur varað við eftirlíkingum af þjónustu félagsins á vefsíðunni www.islandus.is/traust síðastliðið ár. Full ástæða er fyrir neytendur að kynna sér fjárhagsstöðu þeirra aðila sem þeir treysta fyrir bílainnflutningi. Islandus Bílar hafa flutt inn þúsundir bifreiða fyrir ánægða viðskiptavini síðastliðin 20 ár. Við tökum ábyrgð á öllu ferlinu, kaupum erlendis, flutningi og afgreiðslu bílsins á Íslenskum skráninganúmerum. Islandus er skuldlaust fyrirtæki og reksturinn er fjármagnaður með eigin fé, enda fær Islandus Europe ehf. fyrsta flokks einkunn hjá CreditInfo Lánstraust.