Go to Top
  • Engin vara í körfu.

Nissan Leaf samanburður á búnaði

Nissan Leaf Compare ModelsTölvuvert er spurt um muninn á Nissan Leaf sem seldur er af B&L og Nissan Leaf sem seldur er af Islandus.  Þar sem sölumenn B&L virðast illa upplýstir um þetta, hafa m.a. haldið því fram við væntanlega kaupendur að bílar frá Islandus komi ekki með hita í rúðum sem auðvitað er ekki rétt hjá þeim, höfum við tekið saman eftirfarandi upplýsingar:

Sá bíll sem B&L auglýsir á Kr. 4.990.000 er LEAF VISIA kallast í bandaríkjunum Leaf S og er grunntýpa af Nissan Leaf sem í vantar mikið af búnaði miðað við Leaf SV og Leaf SL frá bandaríkjunum.  Dýrari týpan kostar um Kr. 6.000.000 hjá B&L en bílar af þeirri týpu fást hjá islandus.is frá Kr. 2.990.000 ef keyptir eru sýningarbílar með örfáum km eða mjög lítið notaðir bílar sem yfirleitt koma úr stuttum kaupleigusamningum með fullri viðhaldsþjónustu og koma eins og nýjir úr kassanum.

Vefurinn Auto Express gerði samanburð og segja í niðurstöðum:

  • Visia eða S módel lítur út sem ódýrari bíll en önnur Nissan Leaf módel
  • Speglar eru ekki samlitir
  • Kemur á 16 tommu stálfelgum (SV og SL koma á álfelgum)
  • Ekki litaðar rúður
  • Glansandi svartir fletir í innréttingu líta út fyrir að vera úr ódýrara plastefni
  • Engin bakkmyndavél, sjálfvirkar þúrkur eða leiðsögutæki
  • Drægni á hleðslu um 20% minni en á SV og SL af sömu árgerð en grunn módelið er með annað hita og dælukerfi. 

Niðurstaða Auto Express er að þótt lægra verð á Nissan Lef VISIA (S módel í USA) komi vel út í auglýsinga fyrirsögnum þá séu betri kaup í SV og SL bílunum bæði vegna útlitsins og ekki síst vegna þess að grunnbíllinn hefur minni drægni á hleðslunni. 

Sambanburður á S – SV – SL Nissan Leaf módelum frá Nissan USA: