Go to Top
  • Engin vara í körfu.

Nissan Leaf rafknúnir leigubílar

Nissan Leaf leigubílar

2013-Nissan-Leaf-taxi-front-three-quarter-in-the-middle-of-the-damn-streetNissan Leaf rafbíllinn hentar mjög vel í leiguakstur. Viðskipavinir njóta virkilega akstursins í rúmgóðum og næstum hljóðlausum bíl á meðan leigubílstjórinn og rekstraraðili bílsins sparar hundruði króna í hverri ferð, nærri hundrað þúsund krónur á mánuði miðað við 70.000 km akstur á ári sem er algengt á leigubílum.

Í New York er nú byrjað að innleiða Nissan Leaf rafbíla sem leigubifreiðar. Á Íslandi lítur dæmið enn betur út vegna lægra rafmagnsverðs.

Engin útborgun – 100% fjármögnun í boði

Islandus.is getur boðið Nissan Leaf rafbíla með 100% fjármögnun.  Mánaðarleg afborgun er um 80.000 krónur sem er töluvert minna en reksturssparnaður á rafdrifnum leigubil.  Nýji bíllinn kostar leigubílstjórann ekkert þegar upp er staðið. Eigandi bílsins fær í raun peninga til baka í hverjum mánuði og þannig er hagstæðara að skipta um bíl en að halda áfram baslinu með bensín eða díselhákinn.

Einfalt reikningsdæmi

Nissan Leaf rafbíll notar 14.700 kílówattstundir af rafmagni til að aka 70.000 km. Þannig verður rafmagnskostnaður kr. 176.400 og bifreiðagjald á grænum bíl er kr. 10.000.  Samtals rekstrarkostnaður 186.400 eða 2.66 kr/km og engin mengun!

Að aka sömu 70.000km á t.d. Toyota Avensis sem er algengur bíll í leiguakstri, eru notaðir 4.900 lítrar af bensíni sem kostar kr. 1.274.000. Mengun er 11.480kg af CO2 útblæstri! Bifreiðagjald er 20.320 þannig að aka hvern kílómetir kostar 18.49 krónur.

Sparnaðurinn á rafbílnum er kr. 1.107.920 á hverju ári.  Miðað við 100% fjármögnun eru afborganir kr. 79.687 á mánuði.  Leigubílstjórinn fær bílinn frítt og ekki nóg með það fær til viðbótar kr. 151.676 eftir hvert rekstrarár.  Við þetta bætist að mun minna og ódýrara viðhald er á rafbíl en venjulegum bensín eða dísel bíl. Það er því hreinlega ódýrara að henda gamla bílnum en að halda áfram með hann í leiguakstri! 

Hér getur þú reiknað dæmið fyrir þinn bíl

 

Nissan Leaf táxi (3)

00096689-original

Nissan Mexicana Blazes the Path for a Zero Emissions Future