Go to Top
  • Engin vara í körfu.

Ísetning

Metankútar og ísetning

Í samráði við verkstæðið ákveður þú hvort settur er einn eða fleiri metan kútar í bílinn, hvernig þeim er best fyrir komið í bílnum og hvort óskað er einhverrar sérsmíði.

Leiðbeinandi verð

(Nóvember 2011)

Metankútar:

Allt að 70 lítra stál/hálftrefja m/rafsegulloka & stöðluðum festingum Kr. 74.000
80-100 lítra stál/hálftrefja m/rafsegulloka & stöðluðum festingum Kr. 92.000
Áfyllingastútur án hulsu/lok (t.d. ísetning í bensínlok) Kr. 4.950
Áfyllingastútur með hulsu og loki t.d. ísetning í bretti kr. 9.900
* Aðrar stærðir og gerðir metan kúta samkvæmt tilboði
* Sé ekki hægt að nota staðlaðar festingar gerir verkstæði tilboð í sérsmíði.

Verkstæðið aðstoðar þig við val á kútum í bílinn: Upplýsingar um stærðir og gerðir metan kúta

Ísetning:

  • 4 cyl bifreið með 1 kút í farangursrými Kr. 150.000
  • 6 cyl bifreið með 1 kút í farangursými Kr. 169.000
  • 8 cyl bifreið með 1 kút í farangursrými eða á pall Kr. 196.000
  • Aukakostnaður við hvern aukakút Kr. 15-25.000
  • Sérsmíði og sértæk aðlögun á bíl ef þarf samkvæmt tilboði verkstæðis

Viðskiptavinir IslandusMetan eiga val um verkstæði sem flest starfa eftir ofangreindum leiðbeinandi verðum. Leiðbeinandi verð innifelur ekki sérsmíði eða sértækar útfærslur sem óskað er á ísetningu eða sértækar breytingar sem þarf að gera á bíl í einstaka tilfellum til að aðlaga að metan notkun. Verkstæðið mun veita þér upplýsingar og ráðgjöf um hvernig best er að standa að breytingunni á bílnum og aðstoða við val á kútum.

Viðurkenndir BRC ísetningaraðilar:

  • Bílahlutir ehf, Eldshöfða 4, 110 Reykjavík. Sími 5875058.
  • JL-Tækni slf, Norðurhellu 8, 221 Hafnarfirði. Sími 5873340 / 8533340.
  • P.Einarsson ehf, Nýjabæ, Garðavegi, 210 Garðabæ. Sími: 8931990.

Þar sem Islandus.com starfar með fleiri en einu verkstæði getum við yfirleitt komið bílnum þínum í breytingu nokkuð fljótt.

Öll verkstæði sem sjá um metan breytingar fyrir Islandus.com hafa á að skipta faglærðum bifvéla- eða vélvirkjum. Fylgt er ströngum gæðastaðli framleiðanda og allar ísetningar eru vottaðar af viðurkenndri skoðunarstöð.

Bjóðum vandaðan metan búnað frá BRC sem eru í dag stærstir á markaðnum.

Bílaverkstæði og bílaumboð geta keypt búnað hjá www.brc.is og fengið námskeið og aðstoð til að breyta bílum fyrir eigin viðskiptavini.  BRC námskeið eru hægt að sækja í Reykjavík og hjá framleiðanda.

 

Algengur frágangur metankúta:

Venjulegur frágangur á metankút í fólksbíl eða station. Kúturinn settur í farangursrýmið upp við aftursætið. Stundum er skipt í 2 eða fleiri kúta t.d. á gólfið fyrir aftan aftursæti. Síðan má setja gólf yfir kútana.
Venjulegur frágangur á metankút í jepplingi.  80 lítra kútur festur í gólfið fyrir aftan aftursætið. Oft má skipta í 2 eða fleiri kúta og t.d. setja undir bílinn og jafnvel hlífðarplötu.
Hér er mynd af dæmigerðri staðsetningu á metankút á pallbíl. Kúturinn festur niður fremst á pallinum, stundum 2-3 kútar. Oft er varadekk sem staðsett er undir bíl fjarlægt til að koma fyrir kútum. Varadekkið er leyst af hólmi með froðubrúsa sem blæs í dekk.

Þýskt BRC verkstæði sýnir breytingu á bíl fyrir LPG/jarðgas. Nokkuð álíkt ferli og metan breyting. Áhugavert video.

ATH: Kútarnir í myndbandinu er af annari gerð en metan kútar, þetta eru LPG kútar sem eru fyrir minni þrýsting og fyrir annarskonar gastegund sem ekki er notað á Íslandi.