Hvað er metan?

Bíllinn og metan:

Metankerfið í bílnum virkar þannig að bíllinn startar kaldur á bensíni. Þegar hann er
orðinn um 20-30° heitur skiptir sjálfkrafa yfir á metan. Þannig geturðu keyrt þangað til metanið klárast, þá skiptir búnaðurinn sjálfkrafa yfir á bensín aftur. Þú lendir því ekki í neinum vandræðum þó það séu fáir sölustaðir ennþá, bíllinn gengur á bensíni ef metanið klárast.

Metan er grænt eldsneyti:

Metanbíll mengar miklu minna en sambærilegur bensín eða dísilbíll. Þá er það
gjarnan svo að metanið sem notað er á bíla er tekið af öskuhaugum eða úr öðrum lífrænum úrgangi sem annars myndi hvort eð er fara út í andrúmsloftið. Það er því skynsamlegt að nýta metanið á bíla á leið sinni út í andrúmsloftið.

Gjaldeyrissparnaður með metan:

Þú sparar ekki bara fyrir sjálfan þig með því að aka metanbíl. Þú sparar líka mikinn
gjaldeyri. Það þarf ekki að nota mikinn erlendan gjaldeyri til að keyra metanbíl. Þú sparar því gjaldeyri fyrir þjóðarbúið og skapar atvinnu á Íslandi með því að aka metanbíl.

Forréttindi í bílastæðum

Metan bílar eru umhverfisvænir og njóta sumstaðar forréttinda í bílastæðum. Í Reykjavík eru bílastæði ókeypis fyrir metan bíla sem gefa frá sér minna en 120gr. af koltvísýringi á kílómetra.

Stærsti framleiðandi heims

Islandus.com býður þann vandaðasta metan búnað í bíla sem völ er á. BRC er í dag stærsta samsteypa heims á þessu sviði, með um 1000 starfsmenn og dreifingu í 70 löndum. Flestir stærri bílaframleiðendur nota búnað frá BRC fyrir gas bíla.

Af hverju metanbíl?

 • Ódýrara eldsneyti

  Eldsneytiskostnaður á metanbíl er um verulega lægri samanborið við bensínbíl.
 • Lægri bifreiðagjöld

  Bifreiðagjöld á metanbíl eru miklu lægri en á sambærilegum bensínbíl. Þú sparar líka þótt þú notir bílinn ekkert!
 • Íslensk framleiðsla

  Metan er innlend orka sem skapar atvinnu á Íslandi.
 • Umhverfisvænt

  Metan mengar miklu minna en bensín og díselolía. Þú dregur verulega úr loftmengun með því að skipta yfir í metanbíl.
 • Bílastæðaforréttindi

   Grænir bílar njóta forréttinda með ókeypis bílastæðum. Í Reykjavík eru bílastæði ókeypis fyrir metan bíla sem gefa frá sér minna en 120gr. af koltvísýringi á kílómetra. Fréttavefur Reykjavíkurborgar

  Lægra innkaupsverð

  Ef þú spáir í að kaupa nýjan bíl færðu niðurfellingu/afslátt tolla við innflutning og færð snarlækkað verð.

Meira um Metan eldsneyti:

Metan er þekkt sem öruggt, umhverfisvænt og hagfellt ökutækjaeldsneyti en um allan heim er það einnig mikið notað til húshitunar, eldunar og rafmagnsframleiðslu. Metan er hægt að framleiða úr öllu lífrænu efni á yfirborði jarðar (nútíma-metan). SORPA bs. hefur framleitt nútíma-metan ökutækjaeldsneyti frá árinu 2000 úr hauggasi sem myndast við niðurbrot á lífrænu efni á urðunarstað höfuðborgar-svæðisins á Álfsnesi.

Með notkun á íslensku metan eldsneyti til að knýja ökutæki í stað jarðefnaeldsneytis ( bensíns og dísilolíu) er verulega dregið úr því magni af koldíoxíði (CO2) sem ella losnar út í umhverfið. Olía er sótt í jarðskorpuna og með því að brenna hana á yfirborði jarðar eykst magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðarinnar. Notkun á íslensku metani (nútíma-metani) í bílhreyfli eykur hins vegar ekki heildarmagn kolefnis í lofthjúpi jarðar enda hefði kolefnið í nútíma-metani hvort sem er endað í andrúmsloftinu. Enginn faglegur ágreiningur er um ávinninginn af notkun á íslensku metani.

Metan ökutækjaeldsneyti nýtur síaukinna vinsælda um allan heim og er notað á allar gerðir ökutækja hvort heldur um er að ræða fólksbíla, lögreglubíla, sjúkrabíla, sendibíla, sorphirðubíl, strætó eða önnur stærri samgöngutæki. Metan er einnig notað sem eldsneyti á báta, ferjur og skip og á ýmsar vélar í iðnaði og stóriðju. Í landsamgöngum er metan mest afgreitt sem lofttegund fyrir fólksbíla en metan í vökvaformi er einnig í mikilli sókn fyrir stærri ökutæki og vinnuvélar.

Í dag framleiða flestir bílaframleiðendur ökutæki sem nýtt geta metan eldsneyti. Ökutækin eru flest með svonefndri tvíbrennivél eða vél sem gengur fyrir metani en getur einnig gengið fyrir bensíni ef á þarf að halda. Ökutækin hafa því tvo eldsneytisgeyma, metan-og bensíngeymi og því um fullt ferðafrelsi að ræða á slíkum ökutækjum samanborið við bensínbíl sömu gerðar.

Vél metan/bensínsbíls er að upplagi eins og í bensínbíl sömu gerðar og stjórn- og öryggisbúnaður hinn sami. Í akstri finnur ökumaður engan mun á því hvort vélin gengur fyrir metani eða bensíni.

Ökutæki með tvíbrennivél, metan/bensínbílar,  henta sérlega vel til umhverfisvænna og hagfelldra orkukerfisskipta í samgöngum á Íslandi eins og erlendis á meðan dreifikerfi fyrir metan er að byggjast upp og gerir okkur Íslendingum kleift að viðhalda, á sama tíma, ferðafrelsi og samgönguöryggi þjóðarinnar með hagfelldum hætti.

Með metan/bensínbílum hefur vítahringurinn verið rofinn um að metanbílum fjölgi ekki fyrr en afgreiðslustöðum fjölgi og að afgreiðslustövum fjölgi ekki fyrr en ökutækjum fjölgi. Þar sem metan/bensínbílar eru ódýrari en bensínbílar sömu gerðar, þökk sé niðurfellingu stjórnvalda á vörugjaldi slíkra bíla, hefur almenningur allt að vinna með vali á metan/bensínbíl.

Afgreiðslustöðum fyrir metan eldsneyti fjölgar hratt um allan heim og mun einnig fjölda verulega á Íslandi á næstu misserum.

Öryggi metans:

Víða erlendis knýr metan eldsneyti sjúkrabíla, lögreglubíla í áhættuakstri, slökkvibíla og skólabíla, svo fátt eitt sé nefnt. Sú staðreynd segir ef til vill meira en margt annað um öryggi metan eldsneytis í samanburði við bensín og dísilolíu.

Ástæður þess að metan eldsneyti er skilgreint sem öruggara eldsneyti en bensín og dísilolía eru helstar þessar: • Metan eldsneyti er skaðlaus loftegund við innöndun og snertingu en loftegundir frá bensíni og dísilolíu eru mjög hættulegar og geta valdið dauða. • Metan eldsneyti hefur engin skaðleg áhrif á jarðveg eða nærumhverfi ef það losnar út í umhverfið frá ökutæki en bensín og dísilolía getur valda miklum skaða. • Metan er eðlislétt lofttegund, ~ 0,717 kg/m3,  mun eðlisléttari en andrúmsloftið , ~ 1,216 kg/m3 og stígur hratt upp í opnu rými – bensín og dísilolía lekur niður og gufar upp og skapar þannig mun meiri hættu. • Metan er lyktarlaus lofttegund og skaðlaust lyktarefni sett út í eldsneytið svo unnt sé að greina ef um leka er að ræða. • Við afgreiðslu á metan eldsneyti skapast minni hætta vegna elds en ef um bensín eða dísilolíu er að ræða. • Metan hefur hátt sjálfkveikimark (hátt hitastig sjálftendrunar) (~450°C) og mun hærra en bensíni (~300°C) og dísilolíu (~230°C). * • Metan er stöðugt efnasamband og í opnu rými skapast ekki eldhætta af metani ef efnastyrkur þess er undir 4,9%. Eldhætta skapast hins vegar vegna bensíns við hlutfallið 1,4% og 0,6% ef um dísilolíu er að ræða. • Metan er 125-130 oktan eldsneyti, en oktantalan gefur vísbendingu um áreiðanleika eldsneytisins.Metan eldsneytisgeymar eru úr stáli og mun rammgerðari en bensíngeymar sem algengt eru úr plasti.

Hámarks hitastig metans við bruna er um 1884 °C, lægra en bensíns (~1977°C) og dísilolíu ( ~2054°C).*

Metan eldsneyti er selt í dag hjá N1á Bíldshöfða með traustum öryggisbúnaði sem gerir áfyllitímann svipaðan og fyrir bensín. Hjá N1á Bíldshöfða (á leið niður Ártúnsbrekku) er fyrsta flokks afgreiðsluþjónusta fyrir metan eldsneyti – fjórir afgreiðslustútar og sjálfsalar opnir er allan sólarhringinn. Við Breiðhellu (Tinhellu) í Hafnarfirði er mannlaus afgreiðslustöð með einum sjálfsala- færanleg gámaeining með afgreiðslukerfi.

Orkugildi metans:

Metan ökutækjaeldsneyti ( CH4) er selt  í mælieiningunni normalrúmmetri, Nm3.  Mælieiningin er skilgreind sem rúmmetri af lofti við hitastigið  0°C og þrýstinginn 1 bar (eina loftþyngd, 1013,25 mbar). Með því að þjappa metani undir þrýstingi er unnt að geyma meiri orku í sama rúmmáli (geymi). Á afgreiðslustöðum er metan eldsneyti þjappað á metangeymi ökutækja upp í allt að 220 bara þrýsting (220 loftþyngdir) og því unnt að tryggja gott drægi ökutækja á metanbirgðum.

Nánar um orkuinnihald metan:

• Metan, CH4, hefur orkuinnihaldið 803 kJ/mól og vegur 16,04 grömm sem gefur 50,17 kJ/g. Metan er orkuríkasta kolvetnissambandið sem völ er á.
• Metan sem lofttegund vegur um 0,717 kg/Nm3
• Einn normalrúmmetri, Nm3, af 100% hreinu metani inniheldur 35,9 MJ/Nm3 – jafngildir um 10,17 KWh af hráorku.
• Hver lítri af 95-oktana bensíni vegur um 0,733 kg/lítra (handbókargildi) og neðra brunagildi bensíns er 44,4 MJ/kg sem samsvarar 32.0 MJ / lítra – jafngildir um 8,9 KWh .
• Hreinleiki íslenska metansins er um og yfir 95% og því gildir eftirfarandi í samanburði við 95-oktan bensín:
• Orkugildi metans / orkugildi bensíns: 0,95 * 35,9 / 32 ~ 1,066  ( 6,6% meiri orka í metaneiningunni, Nm3)
• Ef hreinleiki metansins væri  90%, eins og algengt er víða um heim, þá gildir eftirfarandi:
• Orkugildi metans / orkugildi bensíns : 0,90 * 35,9 / 32 ~ 1,010 ( 1,0% meiri orka í metaneiningunni, Nm3)
• Þar sem íslenskt metan eldsneyti er með allt að 98% hreinleika er ljóst að varlega er staðhæft þegar sagt er að orkuinnihald í einum normalrúmmetra (sölueiningin) af íslensku metani jafngildi minnsta kosti orkuinnihaldi í einum lítra af 95-oktana bensíni.
• Íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki og er skilgreint sem 125-130 oktana eldsneyti. Oktantala eldsneytis veitir upplýsingar um áreiðanleika eldsneytisins við bruna í bílhreyfli. Því hærri sem oktantala eldsneytis er því meiri er áreiðanleiki atburðarásar við bruna eldsneytisins -hreinni bruni.
• Víðast hvar í Evrópu er hreinleiki metan ökutækjaeldsneytis um 90% og því ljóst að íslenska metanið er í hæsta gæðaflokki – allt að 98% hreinleiki.
Flestir bílaframleiðendur í dag framleiða bíla með svonefndri tvíbrennivél (metan/bensínvél). Slíkir bílar ganga fyrir metani, sem fyrsta valkosti, en geta einnig gengið fyrir bensíni ef á þarf að halda – bílarnir hafa tvo eldsneytisgeyma. Á akstri gengur metan/bensínbíllinn eingöngu fyrir metan eldsneyti ef metan er til staðar á metangeymi bifreiðarinnar en skiptir sjálfkrafa yfir á bensíngeyminn í akstri ef metanbirgðir klárast. Ökumaður finnur engan mun á því í aksrtri hvort vélin gengur fyrir metani eða bensíni.  Algengt er að vélar metan/bensínbíla (tvíbrennivélar) séu stilltar þannig að vélin ræsir sig með bensíni og skiptir sjálfkrafa yfir á metan eldsneyti eftir að vélin hitnar – algengt eftir nokkur hundruð metrar ef kalt er úti.  Bensínnotkun metan/bensínbíla getur því verið lítil sem engin en þar fyrir utan fjölgar bílum stöðugt sem ræstir eru einnig á metan eldsneyti.

Allur stjórn-og öryggisbúnaður metan/bensínbíls er hinn sami og í bíl sömu gerðar sem getur eingöngu gengið fyrir bensín. Eldsneytisgeymir fyrir metan er þó mun sterkbyggðari en bensíngeymir. Bensíngeymar eru algengt úr plasti en metangeymir úr stáli.

Nútímabílar með metan/bensínvél nýta orkuinnihald íslenska metansins það vel að metannotkunin, fjöldi sölueininga, Nm3, er heldur minn en sem nemur fjölda bensínlítra fyrir sama akstur. Sem dæmi má nefna að eldsneytisnotkun VW Passat árgerð 2010 í blönduðum akstri er samkvæmt handbókargildi  6,9 Nm3/100km fyrir metan en 7,2 L/100km fyrir  95-oktana bensíni. Við breytingu á bensínbílum ( uppfærslu á bensínvélum) má þó gera ráð fyrir að eldsneytisnotkunin sé einn á móti einum , einn Nm3 metan = einn lítri 95-oktana bensín.

 

Finndu draumabílinn

Bílaleit hjá þúsundum söluaðila í Evrópu og USA.

552 2000

Þjónustufulltrúar tilbúnir til aðstoðar.

Verslun: