Go to Top
 • Engin vara í körfu.

Endurgreiðsla Tollstjóra

Endurgreiðsla frá Tollstjóra

Samkvæmt lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl (http://www.althingi.is/lagas/nuna/1993029.html) er Tollstjóra heimilt að endurgreiða hluta af uppfærslukostnaði 1000 ökutækja.

Reglur fyrir endurgreiðslu:

1. Endurgreiðslan miðast við 20% af kostnaði við uppfærslu (breytingu) eða að hámarki 100.000 kr.
2. Við breytingu þarf ökutækið að hafa verið yngra en 6 ára miðað við framleiðsluár
3. Ökutækið þarf að vera úrbúið að lágmarki 78 lítra metangeymi (flestir bílarnir hafa það)
4. Eigandi ökutækis þarf að útfylla umsókn E20 sem tollstjóri útbýr. http://www.tollur.is/upload/files/E20_web.pdf
5. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting Umferðarstofu um að ökutæki hafi verið breytt til að nýta metan og að faggild skoðunarstöð ökutækja hafi vottað breytinguna.
6. Jafnframt skal fylgja með vottorð faggiltrar skoðunarstöðvar um að ökutæki sé útbúið að lágmarki 78 lítra metangeymi.

Skilyrði Tollstjóra fyrir endurgreiðslu:

1. Bíllinn þarf að vera uppfærður hjá faggildu verkstæði.
2. Bíllinn þarf að fara í skoðun hjá faggildri skoðunarstöð t.d. Aðalskoðun, Frumherji eða Tékkland.
3. Umferðastofa þarf að hafa skráð upplýsingar um metanbúnað í skráningarskírteini bílsins – og þú ljósritar skráningarskírteinið til að afhenda Tollstjóra .
4. Fylla þarf út umsóknarblað , E20 og skila til Tollstjóra. Koma þarf með fjögur eintök af umsókninni útfylltri (ekki handskrifað). Hægt er að fylla umsóknina út á heimasíðu tollstjóra og prenta út 4-eintök.

Umsókn E20: Athugið, að ekki þarf að fylla út alla reiti á umsóknarblaðinu -sjá að neðan:
http://www.tollur.is/upload/files/E20_web.pdf

Reitur 1 : Nafn
Reitur 2: Kennitala
Reitur 3: Sleppa – á ekki að útfylla
Reitur 4: Lögheimili og sími
Reitur 5: Sleppa – á ekki að útfylla
Reitur 6: Sleppa – á ekki að útfylla
Reitur 7: 156/2010
Reitur 8: Sleppa – á ekki á útfylla
Reitur 9: Tegund og númeraplata bíls
Reitur 10: Kostnaður vegna uppfærslu með virðisaukaskatti.
Reitur 11: ,,m-vsk “ ( ath. slá inn skammstöfunina ,, m-vsk“ -til staðfestingar á að kostnaður í reit 10 sé með virðisaukaskatti)
Reitur 12: Sleppa – á ekki á útfylla
Reitur 13: Sleppa – á ekki á útfylla
Reitur 14: Bankaupplýsingar og kennitala þess sem á að mótttaka greiðslu
Reitur 15: Umsækjandi þarf að fylla inn þá upphæð (í tölustöfum) sem sótt er um að fá endurgreidda – hér er um að ræða 20% af heildarupphæð reiknings með virðisaukaskatti en þó ekki hærri upphæð en 100.000 kr.
Reitur 16: Nafn umsækjanda – rithönd-: dagssetning og undirskrift
Reitur 17: Sleppa – á ekki á útfylla
Reitur 18: Nafn umsækjanda – rithönd: dagssetning og undirskrift
Reitur 19: Sleppa – á ekki á útfylla
Ps. muna að prenta út fjögur eintök af E20 umsókninni og koma með til TollastjóraÞú þarft að skila eftirfarandi gögnum til Tollstjóra í Tryggvagötu:

1- Umsókn E20 (4 eintök) – útfylli í tölvunni eða með ritvél og með undirskrift og dagssetningu.
2- Ljósrit (4 eintök) af uppfærðu skráningarskírteini bílsins hjá Umferðastofa sem jafnframt hefur stimplað vottorð frá skoðunarstöð um frágang búnaðar.
3. Ljósrit (4 eintök) af vottorði faggiltrar skoðunarstöðvar um að ökutæki sé útbúið að lágmarki 78 lítra metangeymi – vottorð frá t.d. Aðalskoðun, Frumherja eða Tékklandi.

 

Algengar spurningar

 • Hvar verður metan tankurinn staðsettur?

  Einum eða tveimur metan kútum er komið fyrir í frangursrými eða undir bifreiðinni. Til að uppfylla skilyrði um endurgreiðslur frá Tollstjóra þar 78 lítra tank, sem er annaðhvort gert með einum 80 lítra kút eða nokkrum minni kútum.

  Ýmsar útfærslur eru mögulegar á metan kúta staðsetningu í bílnum. Hvernig?

 • Hvað gerist ef ég kemst ekki á metan stöð?

  Ef metan eldsneytið klárast fer bíllinn sjálfkrafa yfir á bensín.
 • Hvar fylli ég metan á bílinn?

  Þegar þetta er skrifað eru komnar tvær áfyllingastöðvar, N1 Bíldshöfða og Tinhella Hafnarfirði. Fleiri stöðvar eru ráðgerðar á næstu mánuðum. Hér má finna nánari upplýsingar um áfyllingu: http://metan.is/metanafgreidsla/
 • Fylgir áhætta áfyllingu?

  Nei áfylling er sjálfvirk eftir að þú tengir dæluna við bílinn.
 • Hvað tekur langan tíma að fylla tankinn?

  Metan áfylling tekur að meðaltali 3-5 mínútur.
 • Notar bifreiðin einnig bensín?

  Vélin startar á bensíni og er á því þar til hún hefur náð 20-30 gráðu hita þá skiptir hún sjálfkrafa yfir á metan.
 • Get ég slökkt á metan kerfinu?

  Settur er rofi í mælaborðið sem þú getur notað til að stýra kerfinu.
 • Verður gjaldfrítt í bílastæði?

  Eftir metan breytingu er bíllinn „Grænn“ og umhverfisvænn og nýtur ýmissa forréttinda eins og frítt í sum bílastæði og snarlækkun bifreiðagjalda. Í Reykjavík eru bílastæði ókeypis fyrir metan bíla sem gefa frá sér minna en 120gr. af koltvísýringi á kílómetra. Fréttavefur Reykjavíkurborgar

 • Hvað eru metan tankar þungir?

  Meðalþyngt metan kúta eru 60-70kg eða minna en einn farþegi.
 • Hefur veður áhrif á gang bílsins?

  Bifreiðin gangsetur sig á bensíni og skiptir síðan sjálfkrafa yfir á metan þegar vélin nær 20-30 gráðu hita.
 • Getur metan tankur sprungið við árekstur?

  Nei ekki er talin hætta á slíku, metan tankur er talinn öruggari en bensíntankur.
 • Hvaða bílum er hægt að breyta í metan?

  Langflestum bensínbílum er hægt að breyta óháð vélarstærð eða stokkafjölda. Mikill ávinningur er af uppfærslu eyðslufrekra bíla eins og t.d. 6 og 8 cylindra jeppa, en skilar sér einnig vel í sparneytnum 4 cyl. bílum enda búnaður í þá bíla ódýrari og ísetning minni vinna.
 • Hvað kostar að uppfæra mína bifreið?

  Í raun má segja að metan breytingin kosti þig ekkert því þú sparar yfirleitt mun meira en hún kostar.

  Við notum einungis besta búnað sem völ er á. Búnaðurinn er frá BRC sem er eitt stærsta fyrirtæki heims í metan búnaði fyrir bíla og annað af aðeins tveimur fyrirtækum sem helstu bílaverksmiðjur nota. Hjá BRC starfa um 1000 manns sem m.a. framleiða fyrir Chevrolet, Subaru, Citroen, Peugot, Ford, Volvo, Mitsubishi, Hyundai, KIA, Suzuki, Honda, Jaguar, MAN, Nissan, Volkswagen, Fiat, GM Vauxhall og Daewoo. Metan búnaðurinn frá BRC er mjög fullkominn og t.d. þarf ekki á að halda sérstökum smurningstækjum sem flestir aðrir þurfa að nota til að koma í veg fyrir skemmdum á vélum bílanna.

  Ef bifreiðin er 6 ára eða yngri færðu endurgreidd aðflutningsgjöld frá Tollstjóra allt að kr. 100,000 ef þú ert meðal fyrstu 1000 bifreiðaeigenda sem láta breyta eldri bíl.

  Islandus.com býður síðan 3ja ára greiðslukjör á breytingunni og er meðalgreiðsla yfirleitt um 15,000kr. Flestir spara amk tvöfalda þá upphæð og fá því peninga til baka í hverjum mánuði. Óskir þú hinsvegar að staðgreiða búnaðinn kostar BRC metan búnaður sem hér segir:
  4 cyl: Kr. 225.000
  6 cyl: Kr. 295.000
  8 cyl: Kr. 330.000

  Þú getur síðan valið um mismunandi stærðir gaskúta sem kosta sem hér segir:
  Allt að 70 lítra hálftrefjakútur Kr. 74.000. Hægt að setja einn eða fleiri í bílinn.
  80-100 lítra hálftrefjakútur Kr. 92.000. Hægt að setja einn eða fleiri í bílinn.
  Áfyllingarstútur Kr. 9.900 (Eitt stk. óháð fjölda gaskúta)

  Við erum með samstarf við nokkur verkstæði um ísetningu. Flest þeirra starfa samkvæmt eftirfarandi viðmiðunarverði við ísetningu í bíl með 1 gaskút í farangursgeymslu:
  4cyl Kr. 150.000
  6cyl Kr. 169.000
  8cyl Kr. 196.000
  Fyrir hvern aukakút sem settur er í bíl má reikna með 15-25.000 kr. aukakostnaði við ísetningu.

 • Hvað get ég ekið langt á einn áfyllingu?

  Vegalengdin ræðst af tveimur þáttum, tankrými (fjölda kúta og stærð) af því hve eyðslufrekur eða grannur bíllinn er. Bifreið sem t.d. eyðir 12 lítrum af bensíni á 100km mun brenna minna metan en bifreið sem eyðir 18 lítrum af bensíni á 100km. Óalgengt er að er að tankrýmið sé slíkt að bíllinn komist lengra á metani en bensíni þótt tæknilega sé ekkert því til fyrirstöðu að setja fjölda tanka í bíl til að auka vegalengdina sem má aka á einni áfyllingu. Metan áfylling tekur ekki lengri tíma og er hreinlegra en að dæla bensíni á bílinn.
 • Er hægt að kaupa kerfið og setja það í sjálfur?

  Hafir þú til þess fagþekkingu og ferð á stutt metan námskeið getur þú keypt búnaðinn beint frá islandus.com og sett hann í sjálfur.

  Þú þarft síðan annaðhvort að fá viðurkenningu frá Umferðastofu eða láta viðurkenndan aðila gefa út vottorð á bílinn áður en metan notkun hefst.

  Islandus.com er innflutningsaðili á leiðandi metan búnaði sem dreift er til neytenda aðalega í gegnum löggilt verkstæði. Óskir þú að útfæra metan breytingar fyrir almenning á þínu verkstæði getur þú sótt um að verða viðurkenndur metan samstarfsaðili islandus.com.

 • Þarf að fara með bíl á skoðunarstöð eftir breytingu?

  Eftir að bílnum hefur verið breytt fer hann í skoðun sem greitt er fyrir. Síðan er búnaðurinn skoðaður samhliða almennri bílaskoðun.
 • Hvað tekur langan tíma að breyta bíl?

  Breytingin tekur um 3 daga á verkstæði.
 • Minnkar kraftur bílsins við metan breytingu?

  Með vönduðum metan búnaði og endurstillingu tölvu bílsins minnkar kraftur vélarinnar yfirleitt óverulega ef eitthvað. Það er einna helst að það finnist fyrir minni kraft eftir breytingu í mjög litlum 4 strokka vélum (minnstu bílar).
 • Hvað er breytingin lengi að borga sig upp?

  Hún borgar sig upp strax frá fyrsta degi ef þú nýtir þér afborgunarkjör islandus.com. Fyrsta afborgun er ekki fyrr en þú ert farin að spara í reksturskostnaði og eftir að þú hefur fengið allt að kr. 100,000 endurgreitt frá Tollstjóra. Þannig kemurðu út í hagnaði strax fyrstu mánuðina og leggur í raun aldrei út krónu!

  Hvað þú græðir síðan mikið á breytingunni fer eftir hvað þú ekur mikið. Hreinar tekjur þínar af því að breyta bílnum geta hlaupið á 1-3 milljónum króna á 5 árum! Þannig getur metan sparnaður jafnvel borgað sólarlandaferð á hverjum ári fyrir þig og fjölskylduna. Og þar sem metan dregur meira en 90% úr losun gróðurhúsalofttegunda áttu þar smá kvóta í flugið!

 • Söluskilmálar á metan búnaði og framkvæmd breytinga

  Um kaup á vef islandus.com gilda lög um Húsgöngu- og fjarsölusamningaog Lög um rafræn viðskipti. Öll samskipti þar sem greiðslukortaupplýsingum er miðlað á vef eru dulkóðuð með SSL.

  Metan búnaði fylgir 2ja ára ábyrgð frá framleiðanda. Metan búnaður er sérpantaður í hverja bifreið frá framleiðanda og því ekki hægt að falla frá pöntun eftir hún hefur verið send framleiðanda. Greiða þarf pöntun að hluta eða öllu leiti áður en pöntun er send framleiðanda. Ef greitt er með Staðgreiðsluláni ber það vexti frá þeim degi sem pöntun er send framleiðanda. Algengt er að afgreiðsla sérsniðins búnaðar taki 3-6 vikur. Þá er verkstæðistími pantaður eins fljótt og auðið er á því verkstæði sem á næsta lausan tíma. Bifreið er yfirleitt bókuð inná breytingaverkstæði í 5-7 daga frá mánudegi. Sé bifreið tilbúin til afhendingar fyrr lætur verkstæðið vita. Viðskiptavinur velur metankút/a, áfyllingarstút og útfærslu ísetningar í samráði við verkstæðið. Sjá nánar hér.
  Að lokinni breytingu þarf viðskiptavinur að framvísa bifreiðinni ásamt vottorði breytingaverkstæðis og í sumum tilfellum vigtunarvottorði á löggiltri skoðunarstöð til að fá metanbreytingu skráða hjá Umferðastofu sem gefur út nýtt eða breytt skráningarskírteini. Sé bifreiðin innan við 6 ára má sækja um endurgreiðslu hjá Tollstjóra á 20% af kostnaði metan breytingar allt að kr. 100.000 fyrir hverja bifreið. Þetta gildir samkvæmt lögum fyrir allt að 1000 bifreiðar.

 • Stærri innborganir eða uppgreiðsla á Metan lán

  Metan lán islandus.com eru Staðgreiðslulán í samvinnu við Borgun.is. Viðskiptavinur má hvenær sem er greiða lánið upp að hluta eða öllu leiti. Slíkt er gert með innborgun á reikning 513-26-1 Kt: 440686-1259 og sett athugasemd: Lánatilvísun: (skrifið númer lánsins sem fylgdi greiðsluyfirliti viðskiptavinar).

Pantanaferli metan breytinga

 • Hvernig panta ég metan breytingu?

  Þú smellir hér til að panta metan breytingu. Þar svarar þú nokkrum spurningum um þinn bíl, skráir nafn og heimilisfang og setur inn greiðslukortaupplýsingar (VISA eða MASTERCARD).

  Við pöntum strax búnaðinn í þinn bíl og pöntun tíma fyrir þig á verkstæði. Þú færð sendar staðfestingar með netpósti.

  Fyrsta afborgun er 3 mánuðum eftir pöntunardag. Á þeim tíma er yfirleitt búið að setja búnaðinn í bílinn og senda þér endurgreiðslu allt að kr. 100,000 frá Tollstjóra.

 • Ræð ég hvar metan tankurinn er staðsettur?

  Þegar við höfum móttekið pöntunina finnum við næsta lausa tíma á breytingarverkstæði og sendum þér upplýsingar með netpósti (yfirleitt innan 7 daga frá pöntun).

  Ef þú samþykkir bókaðan tíma getur þú heimsótt viðkomandi verkstæði og rætt við sérfræðing um leyfilegar staðsetningar metan kúta og hvort settur er einn eða fleiri kútar í bílinn.

  Í tilboðum okkar er innifalinn einn metan tankur og venjuleg einföld útfærsla á staðsetningu. Þú getur látið setja fleiri kúta og smíða festingar fyrir aðrar staðsetningar í bílnum og greiðir þá aukalega fyrir þá þjónustu.

 • Skoðun og vottun bílsins

  Þegar bílnum hefur verið breytt fyrir metan er farið með hann í skoðun hjá viðurkenndri skoðunarstöð sem fer yfir búnað og vinnu við breytinguna og gefur út vottorð.

  Einnig er sótt um breytingu í bifreiðaskrá og vottorð frá Umferðastofu. Þetta lækkar t.d. um leið bifreiðagjöldin sem fara í Kr. 5.350 fyrir hvert hálfs árs tímabil.

 • Endurgreiðsla tolla og gjalda

  20% af kostnaði við metan breytingu allt að kr. 100,000 fæst endurgreitt frá Tollstjóra fyrir bíla sem eru 6 ára og yngri.

  Þú getur annaðhvort fylgt leiðbeiningum okkar um hvernig þú sækir um endurgreiðslu, eða greitt 10% umsýslugjald og látið okkur sjá um að sækja endurgreiðsluna og leggja inná reikning þinn. Endurgreiðslan er yfirleitt komin innan 7-14 daga eftir að öll vottorð liggja fyrir.

  Það sem þarf að fylgja endurgreiðslubeiðni til Tollstjóra er:
  1. Reikningur fyrir metan breytingu
  2. Vottorð frá viðurkenndri skoðunarstöð
  3. Vottorð frá Umferðastofu
  4. Eyðublað E20 frá Tollstjóra