Go to Top
  • Engin vara í körfu.

Chevrolet Volt

Chevrolet Volt Raf-Tvinnbíl 

Chevrolet VoltIslandus.is sérhæfir sig í að finna útsölubíla hjá bílaumboðum, eftirársbíla, sýningarbíla og mjög lítið ekna nánast nýja bíla langt undir venjulegu markaðsverði.  Oft getur munað milljónum króna í verðinu, sérstaklega þegar keyptir eru rafbílar sem við náum með niðurgreiðslum frá bandarískum stjórnvöldum í gegnum fyrirtæki okkar í USA. 

Chevrolet Volt er með 1,4 lítra bensínvél sem er vökvakældum rafgeyminum til stuðnings. Rafall bensínvélarinnar getur viðhaldið hleðslu á rafgeyminum þannig að heildarökudrægið verður tæpir 600 km. Rafgeymirinn er tengdur við venjulegt 230 volta úttak og hlaðinn í u.þ.b. 4 klukkustundir. Að því loknu kemst bíllinn 80 km leið án nokkurs útblásturs. En ferðinni þarf ekki þar með að vera lokið því á Volt getur þú haldið förinni áfram þökk sé innbyggða rafalinum sem eykur ökudrægi bílsins svo um munar.

Fáðu tilboð hér