Um okkur

Á traustum grunni frá árinu 1976

Islandus.is er vefur rekinn af Islandus Europe ehf sem er í eigu Álftaborga ehf. (kt. 691276-0239). Félagið var upphaflega stofnað árið 1976 sem almennt innflutnings- og heildverslunarfyrirtæki.Álftaborgir ehf. er því 35 ára gamalt félag sem er í dag skuldlaust og hefur um árabil flutt inn nýjar og notaðar bifreiðar.  Við fjármögnum reksturinn með eigin fé, með varasjóð uppá nokkra tugi milljóna króna í vörslu viðskiptabanka okkar sem er til taks til fjármögnunar á bílakaupum viðskiptavina. Dótturfélagið Islandus Europe ehf var stofnað eftir mikla aukningu á starfsemi islandus en fyrirtækið er nú með starfsemi í Evrópu.  Einnig erum við með starfsemi í Bandaríkjunum þar sem okkar eigið fólk sér um innkaup, skjalavinnslu og eftirfylgni.

Gæðaþjónusta og ábyrgð:

Samstarfsaðilar islandus eru vandlega valdir og meðal leiðandi fyrirtækja í sinni grein eins og bílaskoðunum, bílaflutningum, sjóflutningum, tryggingum og ábyrgðarþjónustu.

Ný tækni lækkar verð til viðskiptavina

Islandus notar nýjustu tækni í starfsemi sinni og nær yfirleitt að vinna með mun lægri tilkostnaði en áður hefur þekkst hjá bílaumboðum.  Fyrirtækið nýtir til hins ýtrasta hið nýja lagaumhverfi Evrópusambandsins hvað varðar samkeppnislög til að kaupa inn þar sem verðið er lægst og komast þannig framhjá dýru umboðsmannakerfi framleiðenda. Viðskiptavinir fyrirtækisins njóta sparnaðarins og fá lægsta mögulega verð á nýjum og nýlegum bifreiðum.

Ánægðir viðskiptavinir er okkar metnaður

Við trúum því að góðar fréttir berist hratt en slæmar fréttir enn hraðar. Þess vegna er það okkur mikill metnaður að veita góða þjónustu jafnframt lægsta verði á nýjum og nýlegum bílum.  Islandus afgreiðir hundruði bifreiða á hverju ári til ánægðra viðskiptavina á Íslandi og í Evrópu.  Starfsfólk í alþjóðlegu þjónustuveri okkar er tilbúið að aðstoða viðskiptavini í síma eða yfir netið.

Sölumenn í síma: 552 2000

Nánari upplýsingar og meðmæli:

Finndu draumabílinn

Bílaleit hjá þúsundum söluaðila í Evrópu og USA.

552 2000

Þjónustufulltrúar tilbúnir til aðstoðar.

Verslun: